Erlent

Rannsókn stendur yfir vegna úrans sem fannst á Heathrow

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það voru landamæraverðir sem gerðu lögreglu viðvart.
Það voru landamæraverðir sem gerðu lögreglu viðvart. Getty/Peter Powell

Hryðjuverkalögregla Lundúna hefur hafið rannsókn í kjölfar þess að úran fannst í pakka á Heathrow flugvelli í desember. Scotland Yard staðfesti fregnirnar í gærkvöldi.

Pakkinn fannst við reglubundið eftirlit um borð í farþegaflugvél sem var að koma frá Óman. Samkvæmt breskum miðlum kom pakkinn upprunalega frá Pakistan og var stílaður á íranskt fyrirtæki með starfsstöðvar í Lundúnum.

Richard Smith, yfirmaður hjá lögreglunni, sagði í samtali við fjölmiðla að um afar lítið magn hefði verið að ræða og að sérfræðingar hefðu metið það svo að almenningi hefði ekki staðið ógn af efninu. Þá benti ekkert til þess að efnið tengist yfirvofandi ógn.

Engir hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×