Skagamenn bjóða víðtækt samstarf eftir höfnun Hvalfjarðarsveitar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. janúar 2023 20:36 Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri Akraness. Vísir Akraneskaupstaður hefur boðið Hvalfjarðarsveit „víðtækt samstarf“ í kjölfar þess að síðarnefnda sveitarfélagið hafnaði færslu sveitarfélagamarka og beiðni um kaup á landi í lok síðasta árs. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. Í október á síðasta ári sendi Akraneskaupstaður erindi til sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Stendur til að nýta landið undir íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Sjá einnig: Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður keypti land Akrakots og óskaði eftir því að færsla sveitarfélagamarkanna nái til þess lands (rauða svæðið á myndinni).akranes Hvalfjarðarsveit hafnaði hins vegar þessum beiðnum þann 14. desember sl. Segir í tilkynningu Akraneskaupstaðar að sú ákvörðun hafi komið verulega á óvart „og þá sérstaklega í ljósi mikils samstarfs sveitarfélaganna,“ eins og það er orðað á vef Akraness. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur útilokað viðræður við Akraneskaupstað sem er staðfest með bókun þeirra í desember. Í tilkynningu Akraneskaupstaðar segir að vegna mikilvægis landsvæðisins fyrir uppbyggingu Akraness hafi Akraneskaupstaður nú með nýju bréfi boðið enn víðtækara samstarf. Felst það meðal annars í samstarfi um mögulegar nýjar vegtengingar í nýtt hverfi, uppbyggingu leikskóla, frístundamiðstöð, málefni fatlaðra og móttöku flóttafólks. „Hagræðið fyrir bæði sveitarfélögin að byggja upp sameiginlega innviði fyrir u.þ.b. 3.000 íbúa byggð er augljós báðum sveitarfélögum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. „Með beiðni Akraneskaupstaðar erum við að huga að langtíma þróun sveitarfélagsins sem skiptir okkur verulegu máli. Við vonum að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar endurskoði fyrri ákvörðun sína frá í desember og opni á samtal við okkur í þágu íbúa beggja sveitarfélaga,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar. Akranes Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. Í október á síðasta ári sendi Akraneskaupstaður erindi til sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Stendur til að nýta landið undir íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Sjá einnig: Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður keypti land Akrakots og óskaði eftir því að færsla sveitarfélagamarkanna nái til þess lands (rauða svæðið á myndinni).akranes Hvalfjarðarsveit hafnaði hins vegar þessum beiðnum þann 14. desember sl. Segir í tilkynningu Akraneskaupstaðar að sú ákvörðun hafi komið verulega á óvart „og þá sérstaklega í ljósi mikils samstarfs sveitarfélaganna,“ eins og það er orðað á vef Akraness. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur útilokað viðræður við Akraneskaupstað sem er staðfest með bókun þeirra í desember. Í tilkynningu Akraneskaupstaðar segir að vegna mikilvægis landsvæðisins fyrir uppbyggingu Akraness hafi Akraneskaupstaður nú með nýju bréfi boðið enn víðtækara samstarf. Felst það meðal annars í samstarfi um mögulegar nýjar vegtengingar í nýtt hverfi, uppbyggingu leikskóla, frístundamiðstöð, málefni fatlaðra og móttöku flóttafólks. „Hagræðið fyrir bæði sveitarfélögin að byggja upp sameiginlega innviði fyrir u.þ.b. 3.000 íbúa byggð er augljós báðum sveitarfélögum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. „Með beiðni Akraneskaupstaðar erum við að huga að langtíma þróun sveitarfélagsins sem skiptir okkur verulegu máli. Við vonum að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar endurskoði fyrri ákvörðun sína frá í desember og opni á samtal við okkur í þágu íbúa beggja sveitarfélaga,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar.
Akranes Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54