Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2023 16:31 Lögreglumaður við RIchneck-grunnskólann í Virginíu eftir að sex ára drengur skaut kennara sinn í kennslustofu. AP/Billy Schueman/The Virginian-Pilot Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. Sex ára gamalt drengur skaut Abby Swerner, 25 ára gamlan kennara fyrsta bekkjar, með skammbyssu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu á föstudag. Lögregla sagði áverka hennar lífshættulega í fyrstu en nú er hún sögð í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Steve Drew, lögreglustjóri, segir að skotið hafi ekki verið óhapp heldur hluti af einhvers konar rifrildi. Lögregla hefur hvorki viljað veita nánari upplýsingar um tilefnið né hvernig barnið komst yfir byssuna eða hver á hana. Ekki er hægt að sækja sex ára börn til saka sem fullorðna í Virginíu og þá er drengurinn of ungur til að vera vistaður í ungmennafangelsi. Dómari gæti hins vegar svipt foreldra drengsins forræði og falið barnavernd að koma því fyrir. Phillip Jones, borgarstjóri í Newport News, vildi ekki upplýsa hvar drengnum er haldið á laugardag. Hann fengi þó alla þá þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Washington Post hefur eftir móður drengs sem varð vitni að skotárásinni að skólabróðir hans hafi dregið skammbyssuna úr bakpoka sínum og beint henni að kennaranum. Kennarinn hafi ætlað að taka byssuna af honum en hann hafi þá hleypt af skoti. Kennarinn hafi sagt börnunum að taka til fótanna, Þau hafi þá hlaupið inn í aðra kennslustofu þar sem þau héldu kyrru fyrir. Sonur hennar hafi talið að byssukúlan hefði hæft kennarann í handlegginn eða höndina. Samskipti viðbragðsaðila á vettvangi bentu til þess að kennarinn hefði verið skotinn í kviðinn og í gengum höndina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Sex ára gamalt drengur skaut Abby Swerner, 25 ára gamlan kennara fyrsta bekkjar, með skammbyssu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu á föstudag. Lögregla sagði áverka hennar lífshættulega í fyrstu en nú er hún sögð í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Steve Drew, lögreglustjóri, segir að skotið hafi ekki verið óhapp heldur hluti af einhvers konar rifrildi. Lögregla hefur hvorki viljað veita nánari upplýsingar um tilefnið né hvernig barnið komst yfir byssuna eða hver á hana. Ekki er hægt að sækja sex ára börn til saka sem fullorðna í Virginíu og þá er drengurinn of ungur til að vera vistaður í ungmennafangelsi. Dómari gæti hins vegar svipt foreldra drengsins forræði og falið barnavernd að koma því fyrir. Phillip Jones, borgarstjóri í Newport News, vildi ekki upplýsa hvar drengnum er haldið á laugardag. Hann fengi þó alla þá þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Washington Post hefur eftir móður drengs sem varð vitni að skotárásinni að skólabróðir hans hafi dregið skammbyssuna úr bakpoka sínum og beint henni að kennaranum. Kennarinn hafi ætlað að taka byssuna af honum en hann hafi þá hleypt af skoti. Kennarinn hafi sagt börnunum að taka til fótanna, Þau hafi þá hlaupið inn í aðra kennslustofu þar sem þau héldu kyrru fyrir. Sonur hennar hafi talið að byssukúlan hefði hæft kennarann í handlegginn eða höndina. Samskipti viðbragðsaðila á vettvangi bentu til þess að kennarinn hefði verið skotinn í kviðinn og í gengum höndina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira