Innlent

Vara við sérlega skæðri hálku

Árni Sæberg skrifar
Glerhált er víða á höfuðborgarsvæðinu.
Glerhált er víða á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar alla vegfarendur við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu. Hálkan er sögð sérstaklega skæð nú þegar þegar hitinn er í kring um frostmark.

Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að bifreiðar hafi runnið hver á aðra í hálkunni þegar ökumenn hafa mæst á illa ruddum götum. Búast megi við að ástandið breytist lítið næstu daga vegna þess að engin hláka sé í kortunum.

Lögreglan hvetur vegfarendur til að fara varlega og taka tillit hver til annars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×