Erlent

McCarthy kjörinn forseti fulltrúadeildar eftir fimmtán tilraunir

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kevin McCarthy tókst loks að ná kjöri sem forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings.
Kevin McCarthy tókst loks að ná kjöri sem forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings. AP/Andrew Harnik

Repúblikaninn Kevin McCarthy hefur verið kjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir alls fimmtán tilraunir til að ná kjöri. Hópur Repúblikana, yst á hægri væng flokksins, hafði komið í veg fyrir að McCarthy næði kjöri.

Innan flokks Repúblikana höfðu nokkuð hörð átök geisað vegna leiðtogakjörsins en í fimmtándu tilraun tókst, með því að ganga að kröfum hópsins á hægri vængnum, að koma McCarthy að sem forseta þingsins. Repúblikanar eiga 222 sæti af 435 innan fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. McCarthy hlaut loks 216 atkvæði sem dugði þar sem aðeins 428 greiddu atkvæði. 

Í atkvæðagreiðslunni á undan mátti minnstu muna að upp úr syði á milli stuðningsmanna McCarthy og þingmanninum Matt Getz, sem er í hópi þeirra sem neituðu að styðja við McCarthy, þegar hann skráði sig viðstaddan í þingsal en ekki fjarverandi líkt og hann hafði samþykkt.

„Ég vona að eitt sé ljóst eftir þessa viku: Ég mun aldrei gefast upp. Og ég mun aldrei gefast upp ykkar vegna, fólksins í Bandaríkjunum,“ skrifaði McCarthy á Twitter að loknu kjöri. Joe Biden Bandaríkjaforseti óskaði McCarthy til hamingju með kjörið og sagðist líta björtum augum á samsarf með Repúblikanaflokknum.


Tengdar fréttir

Niður­læging þing­for­seta­efnis repúblikana hélt á­fram

Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn.

McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga

Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×