Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2023 07:02 Umræddur trjálundur. Vísir/Vilhelm Íbúi í einbýlishúsi í Hjallahverfi Kópavogs hefur þrjá mánuði til þess að klippa trjágróður í trjálundi við húsið og á lóðamörkum við nærliggjandi parhús niður í ákveðna hæð, ella sæta dagsektum, eftir að nágrannaerjur um hæð gróðursins fóru fyrir dóm. Íbúinn þarf jafn framt að greiða nágrönnum sínum 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins. Tilraunir til sátta báru ekki árangur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í málinu, sem kveðinn var upp í fyrradag. Í honum má lesa að íbúar í parhúsunum, sem eiga lóðamörk að umræddu einbýlishúsi, í götunni fyrir neðan, hafi kvartað yfir hæð trjánna, sem mynda myndarlegan trjálund, og talið trén hindra útsýni og birtu. Tilraunir til viðræðna báru ekki árangur Tilraunir þeirra til viðræðna við eiganda einbýlishússins, þar sem meðal annars var boðist til að lækka trjágróðurinn á eigin kostnað, hafi ekki skilað árangri. Eigendum parhúsanna hafi því verið nauðugur einn kostur að höfða mál til að fá trén grisjuð eða felld. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að sáttaviðræður fyrir aðalmeðferð málsins hafi ekki skilað árangri. Eigendur parhúsanna byggðu mál sitt á því að á lóðamörkum lóðanna og inn á lóð einbýlishússins væri mikið af hávöxnum trjágróðri. Hæstu trén væru meðal annars hærri en parhúsin, jafn vel þótt að þau stæðu hærra í landinu. Flest með toppa í 60 metra hæð yfir sjávarmáli Dómkvaddur matsmaður mat það svo að trén væru með flest með toppa í 60 metra hæð yfir sjávarmáli. Töldu eigendur parhúsanna að hæð og umfang trjágróðursins á lóð einbýlishússins skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra. Þetta hefði í för með sér veruleg og viðvarandi óþægindi og kæmi í veg fyrir að þau gætu notið sólar, birtu og útsýnis án skerðingar. Eins og sjá má eru trén orðin bísna há. Íbúar fasteignarinnar sem sér hér á myndinni til vinstri tengdust málinu ekki.Vísir/Vilhelm Var einnig vísað í gildandi byggingarreglugerð sem kveður á um að tré við lóðamörk megi ekki vera hærri en 1,8 metri að hæð, auk þess að ekki megi planta hávöxnum trjám nær lóðamörkum en fjóra metra. Þá sé einnig skilt að staðsetja tré, sem ætlunin sé að láta vaxa frjáls, með tilliti til skuggavarps á nágrannalóðum. Fóru eigendur parhúsanna fram á það að eiganda einbýlishússins yrði gert skylt að fjarlægja eða klippa trjágróður sem gróðursettur hefur verið á lóðinni innan við fjóra metra frá mörkum lóðanna þannig að hann stæði ekki hærra en 1,8 metra frá jörðu. Þá kröfðust þau einnig að eigenda einbýlishússins yrði gert skylt að klippa og snyrta öll tré sem gróðursett hafi verið á lóðinni niður í hæð sem samsvaraði 54 metrum yfir sjávarmáli. Benti á að trjágróðurinn hafi verið til staðar þegar eigendur parhúsanna festu kaup á fasteignunum Eigandi einbýlishúsins krafðist hins vegar sýknu í málinu. Taldi viðkomandi að umræddur gróður veitti skjól og náttúruunað, auk þess sem að hann setti ræktarlegan svip á hverfið. Taldi viðkomandi að það gæti ekki staðiðst að nær algerlega skyggi á dagsbirtu, sól og útsýni nágrannanna. Var einnig bent á að umræddur trjágróður hafi verið til staðar þegar eigendur parhúsanna festu kaup á þeim. Þau hafi því hlotið að vita af umræddum trjágróðri. Þá hafi trén staðið á lóðinni áratugum saman. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi ReykjanessVísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að í síðastliðnum marsmánuði hafi eigandi einbýlishússins undirritað nýjan lóðarleigusamning við Kópavogsbæ og þar með skuldbundið sig til að hlíta deiliskipulagsskilmálum og samþykktum sem taki meðal annars á frágangi lóðar. Útsýni og skuggavarp metið í vettvangsskoðun Þar er einnig vikið að því að farið hafi verið í vettvangsskoðun við aðalmeðferð málsins. Þar hafi meðal annars sést að þegar staðið væri á svölum parhúsanna væri hæð trjánna komin langt upp fyrir húsin, líkt og það er orðað í dómi héraðdóms. Skerði þau algjörlega útsýni til suðurs og vesturs. Segir í dómi héraðsdóms að þar sem eigandi einbýlishússins hafi undirritað nýjan lóðaleigusamning hafi hann gengist undir sjónarmið í þeirri byggingarreglugerð sem eigendur parhúsanna vísuðu til um hæð trjágróðurs við lóðamörk. Þá taldi dómurinn að eigandinn hafi ekki sýnt fram á að hagsmunir hans af óbreyttu ástandi væru meiri en hagsmunir eigenda parhúsanna. Þó fellst dómurinn á það að hærri gróður veiti meira skjól og að tilfinningar tengdar gróðrinum kunni að vera miklar. Ljóst að gróðurinn vaxi frjáls Kemur fram í dómi héraðsdóms að ekki verði annað séð en að umræddur trjágróður vaxi frjáls á allri lóðinni. Vísar dómurinn í ákvæði í umræddri byggingarreglugerð um að staðsetja skuli slíkan gróður með tilliti til skuggavarps. Telur dómurinn að eigendur parhússins hafi sýnt fram á að skuggavarp frá trjánum á lóð einbýlishússins sé slíkt að eigendur parhússins njóti ekki sólar nema að takmörkuðu leyti. Dómurinn féllst þó ekki á þá kröfu eigenda parhúsanna að trjágróður sem gróðursettur hafi verið innan við fjórum metrum frá lóðamörkunum yrði fjarlægður. Taldi dómurinn að sú krafa gengi lengra en ráð var gert fyrir í umræddri byggingarreglugerð. Dómurinn taldi sig gæta meðalhófs Niðurstaða dómsins var því að taka varakröfu eiganda parhúsanna til greina, þó þannig að hæð trjá við lóðamörk skuli ekki vera meiri en 46,8 metra yfir sjávarmáli. Í því fellst að trjágróður geti verið í 1,8 metra hæð yfir gólfi neðri plötu parhúsanna og halli þaðan með 53 gráðu halla fjórum metrum frá lóðamörkum í 54 metra hæð yfir sjávarmáli. Þá er það niðurstaða dómsins að trá á lóðinni skuli að öðru leyti ekki vera hærri en 54 metra hæð yfir sjávarmáli. Telur dómurinn að með þessu sé gætt meðalhófs þannig að tré geti verið hærri en 1,8 metrar, þótt þau standi innan fjögurra metra frá lóðamörkum, vegna hæðarmismunar lóðanna. Hefur eigandi einbýlishússins þrjá mánuði til að klippa umræddan trjágróður með þessum hætti, ella sæta 35 þúsund króna dagsektum. Þá þarf hann að greiða eigendum parhúsanna 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins. Nágrannadeilur Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Garðyrkja Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í málinu, sem kveðinn var upp í fyrradag. Í honum má lesa að íbúar í parhúsunum, sem eiga lóðamörk að umræddu einbýlishúsi, í götunni fyrir neðan, hafi kvartað yfir hæð trjánna, sem mynda myndarlegan trjálund, og talið trén hindra útsýni og birtu. Tilraunir til viðræðna báru ekki árangur Tilraunir þeirra til viðræðna við eiganda einbýlishússins, þar sem meðal annars var boðist til að lækka trjágróðurinn á eigin kostnað, hafi ekki skilað árangri. Eigendum parhúsanna hafi því verið nauðugur einn kostur að höfða mál til að fá trén grisjuð eða felld. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að sáttaviðræður fyrir aðalmeðferð málsins hafi ekki skilað árangri. Eigendur parhúsanna byggðu mál sitt á því að á lóðamörkum lóðanna og inn á lóð einbýlishússins væri mikið af hávöxnum trjágróðri. Hæstu trén væru meðal annars hærri en parhúsin, jafn vel þótt að þau stæðu hærra í landinu. Flest með toppa í 60 metra hæð yfir sjávarmáli Dómkvaddur matsmaður mat það svo að trén væru með flest með toppa í 60 metra hæð yfir sjávarmáli. Töldu eigendur parhúsanna að hæð og umfang trjágróðursins á lóð einbýlishússins skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra. Þetta hefði í för með sér veruleg og viðvarandi óþægindi og kæmi í veg fyrir að þau gætu notið sólar, birtu og útsýnis án skerðingar. Eins og sjá má eru trén orðin bísna há. Íbúar fasteignarinnar sem sér hér á myndinni til vinstri tengdust málinu ekki.Vísir/Vilhelm Var einnig vísað í gildandi byggingarreglugerð sem kveður á um að tré við lóðamörk megi ekki vera hærri en 1,8 metri að hæð, auk þess að ekki megi planta hávöxnum trjám nær lóðamörkum en fjóra metra. Þá sé einnig skilt að staðsetja tré, sem ætlunin sé að láta vaxa frjáls, með tilliti til skuggavarps á nágrannalóðum. Fóru eigendur parhúsanna fram á það að eiganda einbýlishússins yrði gert skylt að fjarlægja eða klippa trjágróður sem gróðursettur hefur verið á lóðinni innan við fjóra metra frá mörkum lóðanna þannig að hann stæði ekki hærra en 1,8 metra frá jörðu. Þá kröfðust þau einnig að eigenda einbýlishússins yrði gert skylt að klippa og snyrta öll tré sem gróðursett hafi verið á lóðinni niður í hæð sem samsvaraði 54 metrum yfir sjávarmáli. Benti á að trjágróðurinn hafi verið til staðar þegar eigendur parhúsanna festu kaup á fasteignunum Eigandi einbýlishúsins krafðist hins vegar sýknu í málinu. Taldi viðkomandi að umræddur gróður veitti skjól og náttúruunað, auk þess sem að hann setti ræktarlegan svip á hverfið. Taldi viðkomandi að það gæti ekki staðiðst að nær algerlega skyggi á dagsbirtu, sól og útsýni nágrannanna. Var einnig bent á að umræddur trjágróður hafi verið til staðar þegar eigendur parhúsanna festu kaup á þeim. Þau hafi því hlotið að vita af umræddum trjágróðri. Þá hafi trén staðið á lóðinni áratugum saman. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi ReykjanessVísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að í síðastliðnum marsmánuði hafi eigandi einbýlishússins undirritað nýjan lóðarleigusamning við Kópavogsbæ og þar með skuldbundið sig til að hlíta deiliskipulagsskilmálum og samþykktum sem taki meðal annars á frágangi lóðar. Útsýni og skuggavarp metið í vettvangsskoðun Þar er einnig vikið að því að farið hafi verið í vettvangsskoðun við aðalmeðferð málsins. Þar hafi meðal annars sést að þegar staðið væri á svölum parhúsanna væri hæð trjánna komin langt upp fyrir húsin, líkt og það er orðað í dómi héraðdóms. Skerði þau algjörlega útsýni til suðurs og vesturs. Segir í dómi héraðsdóms að þar sem eigandi einbýlishússins hafi undirritað nýjan lóðaleigusamning hafi hann gengist undir sjónarmið í þeirri byggingarreglugerð sem eigendur parhúsanna vísuðu til um hæð trjágróðurs við lóðamörk. Þá taldi dómurinn að eigandinn hafi ekki sýnt fram á að hagsmunir hans af óbreyttu ástandi væru meiri en hagsmunir eigenda parhúsanna. Þó fellst dómurinn á það að hærri gróður veiti meira skjól og að tilfinningar tengdar gróðrinum kunni að vera miklar. Ljóst að gróðurinn vaxi frjáls Kemur fram í dómi héraðsdóms að ekki verði annað séð en að umræddur trjágróður vaxi frjáls á allri lóðinni. Vísar dómurinn í ákvæði í umræddri byggingarreglugerð um að staðsetja skuli slíkan gróður með tilliti til skuggavarps. Telur dómurinn að eigendur parhússins hafi sýnt fram á að skuggavarp frá trjánum á lóð einbýlishússins sé slíkt að eigendur parhússins njóti ekki sólar nema að takmörkuðu leyti. Dómurinn féllst þó ekki á þá kröfu eigenda parhúsanna að trjágróður sem gróðursettur hafi verið innan við fjórum metrum frá lóðamörkunum yrði fjarlægður. Taldi dómurinn að sú krafa gengi lengra en ráð var gert fyrir í umræddri byggingarreglugerð. Dómurinn taldi sig gæta meðalhófs Niðurstaða dómsins var því að taka varakröfu eiganda parhúsanna til greina, þó þannig að hæð trjá við lóðamörk skuli ekki vera meiri en 46,8 metra yfir sjávarmáli. Í því fellst að trjágróður geti verið í 1,8 metra hæð yfir gólfi neðri plötu parhúsanna og halli þaðan með 53 gráðu halla fjórum metrum frá lóðamörkum í 54 metra hæð yfir sjávarmáli. Þá er það niðurstaða dómsins að trá á lóðinni skuli að öðru leyti ekki vera hærri en 54 metra hæð yfir sjávarmáli. Telur dómurinn að með þessu sé gætt meðalhófs þannig að tré geti verið hærri en 1,8 metrar, þótt þau standi innan fjögurra metra frá lóðamörkum, vegna hæðarmismunar lóðanna. Hefur eigandi einbýlishússins þrjá mánuði til að klippa umræddan trjágróður með þessum hætti, ella sæta 35 þúsund króna dagsektum. Þá þarf hann að greiða eigendum parhúsanna 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins.
Nágrannadeilur Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Garðyrkja Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira