Innlent

Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Margur ferðamaðurinn varð strand á Íslandi þegar Reykjanesbraut lokaðist vegna ófærðar í desember.
Margur ferðamaðurinn varð strand á Íslandi þegar Reykjanesbraut lokaðist vegna ófærðar í desember. Vísir/Vilhelm

„Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er til­valið verk­efni að út­hýsa upp­byggingu lestar til Kefla­víkur ef verk­efnið reynist hag­kvæmt en á­kvörðun um þetta er vita­skuld á á­byrgð ríkisins.“

Þetta segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið en tilefnið er lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar. Þá hafi engin varaáætlun verið til staðar og um 30.000 manns, þeirra á meðal margir ferðamenn, lent í vanda.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir algjörlega þess virði að ræða hugmyndir um lest til Keflavíkur. Þá umræðu ætti hins vegar að taka án þess að tengja hana við veður og ófærð.

„Þetta er stærra mál en svo að við hendum upp lest bara af því að það varð ó­fært tvo daga á síðasta ári. En lest yrði ef­laust af­skap­lega góð við­bót við Kefla­víkur­flug­völl. Það stendur þó allt og fellur með hag­kvæmni,“ segir Jóhannes.

Samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins hefur kostnaður við fluglest verið metinn á bilinu 100 til 200 milljarðar króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×