Erlent

Króatar taka upp evru

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Boris Vujcic, seðlabankastjóri Króatíu og fjármálaráðherrann Marko Primorac eftir að hafa tekið fyrstu evruseðlana úr hraðbanka.
Boris Vujcic, seðlabankastjóri Króatíu og fjármálaráðherrann Marko Primorac eftir að hafa tekið fyrstu evruseðlana úr hraðbanka. epa

Króatía hefur tekið upp evru og gengið í Schengen-samstarfið, áratug eftir að landið gekk í Evrópusambandið.

Breytingarnar tóku gildi á miðnætti og hreyrir gjaldmiðillinn Kúna því sögunni til. Samhiða verður Króatía 27.  ríkið til að taka þátt í Schengen samstarfinu.

Með upptöku evru leita króatísk stjórnvöld við að vernda efnahag landsins í óðaverðbólgu. Þó eru skiptar skoðanir á gjaldmiðlabreytingunni og telja hægri flokkar í landinu að breytingin gagnist aðeins stærri ríkjum Evrópusambandsins.

Króatar lýstu yfir sjálfsæði frá Júgóslavíu árið 1990 og gengu í Evrópusabandið árið 2013. Í lok síðasta árs samþykktu leiðtogar annarra ESB-ríkja að Króatía uppfyllti skilyrði til að taka upp evruna. Rúmenum og Búlgötum hefur enn ekki tekist að uppfylla þau skilyrði. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×