Erlent

Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá Kænugarði í dag.
Frá Kænugarði í dag. Getty

Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 

Vitaly Klischko borgarstjóri Kænugarðs segir að fjöldamörgum sprengum hafi verið varpað á borgina og orðið að minnsta kosti einum að bana. Árásirnar eru gerðar aðeins tveimur dögum eftir að Rússar réðust í mestu loftárásir frá upphafi innrásar. 

Selenskí segir Rússa ætla sér að láta Úkraínumenn „fagna nýju ári í myrkri.“ Ríkisstjóri Mykolaiv, Vitaly Kim segir í Facebook færslu að rússnesk flugskeyti hafi hæft borgina. „Innrásarherinn hefur ákveðið að eyðileggja daginn fyrir okkur,“ segir hann. 

Anton Gerashchenko, ráðgjafi utanríkisráðuneytis Úkraínu birtir myndband af hóteli í miðbæ Kænugarðs á Twitter:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×