Erlent

Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kínverjar tóku vægast sagt hart á faraldrinum en nú gæti farið að sjást ljós við enda ganganna.
Kínverjar tóku vægast sagt hart á faraldrinum en nú gæti farið að sjást ljós við enda ganganna. Getty

Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land.

Sem stendur þurfa ferðamenn að dvelja á sóttvarnarhóteli í fimm daga og þar eftir í sóttkví í heimahúsi í þrjá daga. Á tímapunkti þurfti að dvelja í sóttkví í þrjár vikur. 

Takmarkanirnar hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar geti ferðast til útlanda og dregið verulega úr fjölda útlendinga í Kína vegna vinnu og náms.

Heilbrigðisnefnd Kína sagði að ráðstafanir yrðu gerðar til að auðvelda sumum útlendingum að koma inn í landið, þó það eigi ekki við um ferðamenn. Gert er ráð fyrir að kínverskum ríkisborgurum verði smám saman leyft að ferðast til útlanda aftur, sem væri mikilvæg tekjulind fyrirferðabransa heims mörgum löndum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×