Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. desember 2022 14:30 Arcos de la Frontera í Andalúsíu á Suður-Spáni. Wikimedia Commons Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Ein stór fjölskylda Bærinn Arcos de la Frontera í Andalúsíu, hér á Suður-Spáni er gott dæmi um frændhygli stjórnmálamanna. Það má segja að um tíma hafi bæjarstjórnin í Arcos de la Frontera verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Í bókstaflegum skilningi. Í upphafi síðasta áratugar keyrði frændhyglin um þverbak í þessum litla bæ, sem er á pari við Hafnarfjörð með um 30 þúsund íbúa. Þá var vart þverfótað fyrir börnum, frændum og frænkum, mágum og mágkonum og gömlum skólafélögum bæjarstjórans og hinna bæjarfulltrúanna 11 sem mynduðu meirihlutann í bæjarstjórn, í verkefnum og nefndum bæjarins. Úthlutuðu 150 verkefnum til vina og ættingja Allt í allt úthlutaði bæjarstjórn á þriggja ára tímabili 150 verkefnum eða nefndarsetum til sinna nánustu ættingja og vina. Ekkert lát var á frændhyglinni fyrr en árið 2014 þegar bæjarfulltrúi sósíalista kærði þessa framkomu. Málið hefur síðan verið í rannsókn, en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum; bæjarstjóranum fyrrverandi og bæjarfulltrúunum ellefu. Í ákæruskjalinu er farið fram á að þeim verði öllum meinað að gegna opinberum embættum á næstu átta til tólf árum. Földu spillinguna Í ákæruskjalinu er farið yfir hvernig hin spillta bæjarstjórn faldi frændhyglina. Bæjarfulltrúar gættu þess að ráða aldrei eigin ættingja og vini í verkefni sem þeir stýrðu, heldur skiptust á að ráða vini og ættingja hvers annars. Dæmi er tekið af mági bæjarstjórans sem fékk sautján sinnum úthlutað nefndarsætum eða opinberum framkvæmdum, ýmist sem smiður, verkamaður eða embættismaður. Í öðru tilviki var dóttir bæjarfulltrúa, sem bar ábyrgð á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu, fengin til að laga til skýrslu þar sem gagnrýnd var staðan í málaflokknum, til að fegra ímynd bæjarfulltrúans, föður síns. Dóttirin sú arna hafði hvorki þekkingu né reynslu af málefnum fatlaðra, hún er menntuð sem hárgreiðslukona og starfar sem slík í bænum. Rannsókn málsins hefur tekið 8 ár en nýverið var gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum og vonir standa til að dæmt verði í málinu á næstu vikum, í öllu falli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á Spáni í lok maí á næsta ári. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Ein stór fjölskylda Bærinn Arcos de la Frontera í Andalúsíu, hér á Suður-Spáni er gott dæmi um frændhygli stjórnmálamanna. Það má segja að um tíma hafi bæjarstjórnin í Arcos de la Frontera verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Í bókstaflegum skilningi. Í upphafi síðasta áratugar keyrði frændhyglin um þverbak í þessum litla bæ, sem er á pari við Hafnarfjörð með um 30 þúsund íbúa. Þá var vart þverfótað fyrir börnum, frændum og frænkum, mágum og mágkonum og gömlum skólafélögum bæjarstjórans og hinna bæjarfulltrúanna 11 sem mynduðu meirihlutann í bæjarstjórn, í verkefnum og nefndum bæjarins. Úthlutuðu 150 verkefnum til vina og ættingja Allt í allt úthlutaði bæjarstjórn á þriggja ára tímabili 150 verkefnum eða nefndarsetum til sinna nánustu ættingja og vina. Ekkert lát var á frændhyglinni fyrr en árið 2014 þegar bæjarfulltrúi sósíalista kærði þessa framkomu. Málið hefur síðan verið í rannsókn, en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum; bæjarstjóranum fyrrverandi og bæjarfulltrúunum ellefu. Í ákæruskjalinu er farið fram á að þeim verði öllum meinað að gegna opinberum embættum á næstu átta til tólf árum. Földu spillinguna Í ákæruskjalinu er farið yfir hvernig hin spillta bæjarstjórn faldi frændhyglina. Bæjarfulltrúar gættu þess að ráða aldrei eigin ættingja og vini í verkefni sem þeir stýrðu, heldur skiptust á að ráða vini og ættingja hvers annars. Dæmi er tekið af mági bæjarstjórans sem fékk sautján sinnum úthlutað nefndarsætum eða opinberum framkvæmdum, ýmist sem smiður, verkamaður eða embættismaður. Í öðru tilviki var dóttir bæjarfulltrúa, sem bar ábyrgð á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu, fengin til að laga til skýrslu þar sem gagnrýnd var staðan í málaflokknum, til að fegra ímynd bæjarfulltrúans, föður síns. Dóttirin sú arna hafði hvorki þekkingu né reynslu af málefnum fatlaðra, hún er menntuð sem hárgreiðslukona og starfar sem slík í bænum. Rannsókn málsins hefur tekið 8 ár en nýverið var gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum og vonir standa til að dæmt verði í málinu á næstu vikum, í öllu falli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á Spáni í lok maí á næsta ári.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira