Ný landsstjórn hyggst hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2022 22:11 Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi. Kringvarpið Ný landsstjórn Færeyja, sem tók við völdum í dag, hyggst styrkja sjálfstæði Færeyinga með því að draga úr þeim fjárhagsstuðningi sem þeir þiggja frá Dönum. Þá verða gjöld á sjávarútveg og fiskeldi hækkuð samhliða því sem sveitarfélög fá stærri hlut af atvinnuvegasköttum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá stjórnarskiptunum í Þórshöfn í dag. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi, kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Ruth verður fjármálaráðherra og Høgni utanríkis- og atvinnumálaráðherra í nýrri landsstjórn sem telst vera miðju- og vinstri stjórn. Síðar um morguninn, á fundi Lögþingsins, var Aksel kjörinn lögmaður Færeyja en þetta er í annað sinn sem hann gegnir þessu embætti. Eftir hádegi mættu ráðherrar nýju stjórnarinnar, klæddir hátíðarbúningi, í Þinganes, aðsetur landsstjórnarinnar, þar sem fráfarandi lögmaður, Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, afhenti þeim formlega lyklavöldin. Ný landsstjórn Færeyja í hátíðarklæðum. Níu ráðherrar, fimm karlar og fjórar konur, skipa stjórnina.Kringvarpið Upphaflega hugðust þau Aksel og Ruth mynda stjórn með Bárði og Sambandsflokknum en þær viðræður fóru út um þúfur vegna ágreinings um hvort stíga ætti skref til sjálfstæðis með því að gera Færeyinga óháðari fjárhagsstuðningi frá Dönum. Niðurstaða nýju samstarfsflokkanna var að ríkisframlögin frá Danmörku skyldu minnkuð um 25 milljónir danskra króna á ári, um 500 milljónir íslenskra króna, eða um samtals tvo milljarða íslenskra króna í áföngum á næstu fjórum árum. Það eru um 15 prósent af núverandi stuðningi. Þá náðu flokkarnir samkomulagi um það að hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi umtalsvert samhliða því sem sveitarfélög fá hlutdeild í hærri atvinnuvegasköttum, að því er fram kom í viðtali við Ruth Vang í Norðlýsið. Fjárhæðir hafa þó ekki verið nefndar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Danmörk Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41 Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53 Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá stjórnarskiptunum í Þórshöfn í dag. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi, kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Ruth verður fjármálaráðherra og Høgni utanríkis- og atvinnumálaráðherra í nýrri landsstjórn sem telst vera miðju- og vinstri stjórn. Síðar um morguninn, á fundi Lögþingsins, var Aksel kjörinn lögmaður Færeyja en þetta er í annað sinn sem hann gegnir þessu embætti. Eftir hádegi mættu ráðherrar nýju stjórnarinnar, klæddir hátíðarbúningi, í Þinganes, aðsetur landsstjórnarinnar, þar sem fráfarandi lögmaður, Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, afhenti þeim formlega lyklavöldin. Ný landsstjórn Færeyja í hátíðarklæðum. Níu ráðherrar, fimm karlar og fjórar konur, skipa stjórnina.Kringvarpið Upphaflega hugðust þau Aksel og Ruth mynda stjórn með Bárði og Sambandsflokknum en þær viðræður fóru út um þúfur vegna ágreinings um hvort stíga ætti skref til sjálfstæðis með því að gera Færeyinga óháðari fjárhagsstuðningi frá Dönum. Niðurstaða nýju samstarfsflokkanna var að ríkisframlögin frá Danmörku skyldu minnkuð um 25 milljónir danskra króna á ári, um 500 milljónir íslenskra króna, eða um samtals tvo milljarða íslenskra króna í áföngum á næstu fjórum árum. Það eru um 15 prósent af núverandi stuðningi. Þá náðu flokkarnir samkomulagi um það að hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi umtalsvert samhliða því sem sveitarfélög fá hlutdeild í hærri atvinnuvegasköttum, að því er fram kom í viðtali við Ruth Vang í Norðlýsið. Fjárhæðir hafa þó ekki verið nefndar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Danmörk Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41 Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53 Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41
Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00