Erlent

Netanjahú snýr aftur til valda

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Benjamín Netanjahú varð fyrst forsætisráðherra árið 2009 .
Benjamín Netanjahú varð fyrst forsætisráðherra árið 2009 . Amir Levy/Getty

Benjamín Netanjahú hefur myndað ríkisstjórn í Ísrael og snýr aftur í forsætisráðherrastól í sjötta sinn. 

Netanjahú sigraði ísraelsku þingkosningarnar í nóvember en nýmyndaðri ríkisstjórn hans hefur verið lýst sem þeirri hægrisinnuðustu í sögu Ísrael. Ríkisstjórnarflokkarnir eru allir á hægri væng stjórnmálanna en leiðtogi eins þeirra hefur verið dæmdur fyrir rasisma í garð Araba. 

Palestínumenn óttast að ríkisstjórnin nýja muni styrkja tögl og hagldir Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. 

„Mér tókst það,“ skrifaði Netanyahu á Twitter fyrr í kvöld. 

Ríkisstjórnin hafnar öllum hugmyndum um tveggja ríkja-sátt til þess að binda enda á deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna. Sú hugmynd hefur fengið hljómgrunn alþjóðasamfélagsins og felur í sér að Ísrael viðurkenni sjálfstæða Palestínu og sameiginlega höfuðborg þeirra, Jerúsalem.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×