Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2022 18:47 Ragnar Erling segist hafa verið snortinn eftir að hafa séð gjafmildi almennings. Vísir/Steingrímur Dúi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. Ragnar Erling Hermannsson, sem er heimilislaus, sendi snemma á laugardag út neyðarkall þar sem útlit var fyrir að heimilislausum karlmönnum yrði vísað út á gaddinn í vonskuveðri. Svo fór að borgin virkjaði neyðaráætlun sína og voru neyðarskýlin opin alla helgina. Staða heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga, ekki síst eftir neyðarkall Ragnars. Fólk deildi til að mynda reynslusögum á Twitter og fjöldi fólks lagði samfélagi heimilislausra lið. ÖMURLEGT!!! 😭😭😭 Að henda fólki út í svona veður vegna svo strangar reglna um opnunartíma gistiskíla. Það ætti vera sólarhrings opnun til að heimilislausir fái eithvað skjól í frosthörkuni.— Magnfreð Ingi Jensson 🇺🇦🇺🇦🇺🇦🇺🇦 (@JenssonMaggi) December 17, 2022 Varð stuttu áður næstum úti því ég sofnaði óvart & vildi ekki að það gerðist aftur. Þá var leigubílstjóri sem fann mig & fór með mig í skjól. Man enn eftir þegar ég vaknaði & var að erfiða við að anda, fannst hjartað vera að bugast & hvað kuldinn var stingandi sársaukafullur 2/2— Stefanía (@stefoskars) December 18, 2022 „Þetta eru strákar sem hafa aldrei á ævi sinni kynnst neinu öðru viðmóti en skömm og sektarkennd frá samfélaginu og það er eitthvað sem er algjörlega framandi fyrir þá að fara allt í einu að fá peningagjafir út úr bæ. Ég verð bara meyr þegar ég hugsa um hvað þeir voru ánægðir í gær og hvað þeir voru yndislegir, að sjá svipinn á þeim. Það er eitthvað að breytast,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Um helgina hafi safnast hundrað þúsund krónur sem hafi nýst í snemmbúnar jólagjafir fyrir notendur gistiskýlisins. Á morgun og þriðjudag er miklu hvassviðri spáð á öllum sunnan og vestanverðu landinu og allt að fimmtán stiga frosti næstu daga. Heimilislausir eru því enn í erfiðri stöðu, enda neyðarskýlin aðeins opin milli fimm síðdegis og tíu á morgnanna. Borgin hefur ekki enn tilkynnt hvort neyðaráætlun verði virkjuð og neyðarskýlin opnuð utan hefðbundins tíma næstu daga vegna veðurspárinnar. „Ég vona að þau taki rétta ákvörðun af því ég er að bjóða þeim tvo möguleika. Leyfið þeim að vera inni, ætliði virkilega að setja þá út?“ spyr Ragnar. Reykjavík Veður Félagsmál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Mannslíf í húfi Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni.Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. 18. desember 2022 09:00 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. 15. desember 2022 20:31 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ragnar Erling Hermannsson, sem er heimilislaus, sendi snemma á laugardag út neyðarkall þar sem útlit var fyrir að heimilislausum karlmönnum yrði vísað út á gaddinn í vonskuveðri. Svo fór að borgin virkjaði neyðaráætlun sína og voru neyðarskýlin opin alla helgina. Staða heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga, ekki síst eftir neyðarkall Ragnars. Fólk deildi til að mynda reynslusögum á Twitter og fjöldi fólks lagði samfélagi heimilislausra lið. ÖMURLEGT!!! 😭😭😭 Að henda fólki út í svona veður vegna svo strangar reglna um opnunartíma gistiskíla. Það ætti vera sólarhrings opnun til að heimilislausir fái eithvað skjól í frosthörkuni.— Magnfreð Ingi Jensson 🇺🇦🇺🇦🇺🇦🇺🇦 (@JenssonMaggi) December 17, 2022 Varð stuttu áður næstum úti því ég sofnaði óvart & vildi ekki að það gerðist aftur. Þá var leigubílstjóri sem fann mig & fór með mig í skjól. Man enn eftir þegar ég vaknaði & var að erfiða við að anda, fannst hjartað vera að bugast & hvað kuldinn var stingandi sársaukafullur 2/2— Stefanía (@stefoskars) December 18, 2022 „Þetta eru strákar sem hafa aldrei á ævi sinni kynnst neinu öðru viðmóti en skömm og sektarkennd frá samfélaginu og það er eitthvað sem er algjörlega framandi fyrir þá að fara allt í einu að fá peningagjafir út úr bæ. Ég verð bara meyr þegar ég hugsa um hvað þeir voru ánægðir í gær og hvað þeir voru yndislegir, að sjá svipinn á þeim. Það er eitthvað að breytast,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Um helgina hafi safnast hundrað þúsund krónur sem hafi nýst í snemmbúnar jólagjafir fyrir notendur gistiskýlisins. Á morgun og þriðjudag er miklu hvassviðri spáð á öllum sunnan og vestanverðu landinu og allt að fimmtán stiga frosti næstu daga. Heimilislausir eru því enn í erfiðri stöðu, enda neyðarskýlin aðeins opin milli fimm síðdegis og tíu á morgnanna. Borgin hefur ekki enn tilkynnt hvort neyðaráætlun verði virkjuð og neyðarskýlin opnuð utan hefðbundins tíma næstu daga vegna veðurspárinnar. „Ég vona að þau taki rétta ákvörðun af því ég er að bjóða þeim tvo möguleika. Leyfið þeim að vera inni, ætliði virkilega að setja þá út?“ spyr Ragnar.
Reykjavík Veður Félagsmál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Mannslíf í húfi Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni.Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. 18. desember 2022 09:00 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. 15. desember 2022 20:31 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Mannslíf í húfi Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni.Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. 18. desember 2022 09:00
„Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06
Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. 15. desember 2022 20:31