„Þetta er lífshættulegt ástand“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. desember 2022 12:06 „Hér átti að vísa okkur út klukkan tíu í morgun,“ segir Ragnar Erling í myndbandinu sem hann birti nú í morgun. Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. Uppfært: Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar tjáði fréttastofu í hádeginu að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa gistiskýlin opin laugardag og sunnudag. „Það er ekki séns að við séum að fara út. Hér var maður sem varð nærri úti áðan. Hann hefði getað orðið úti. Þetta er versta ofbeldi sem fyrirfinnst,“ segir Ragnar Erling Hermannsson í samtali við Vísi nú í morgun. Fyrr í morgun birti Ragnar Erling myndskeið á Facebook-síðu sinni þar sem hann stóð fannbarinn í frostinu fyrir utan gistiskýlið á Grandagarði. Fleiri hundruð manns hafa deilt myndskeiði Ragnars er þetta er ritað. Ragnar Erling var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðið fimmtudagskvöld en hann hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að Reykjavíkurborg væri búin að virkja neyðaráætlun og hefði ákveðið að hafa neyðarskýli sín opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kulda. Staðan yrði svo metin. Gistiskýlin eru alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna. Krefjast virðingar „Hér átti að vísa okkur út klukkan tíu í morgun,“ segir Ragnar Erling í myndbandinu sem hann birti nú í morgun. Hann bætir við að sólarhringsopnun gistiskýlanna hafi greinilega verið „sýndarmennska“ af hálfu borgaryfirvalda. Í samtali við Vísi segir Ragnar að eins og staðan er núna eigi að vísa mönnum úr gistiskýlinu klukkan tólf á hádegi í dag. „Ef þau vilja virkilega senda okkur út, þá mega þau bara henda okkur út.“ „Það er ekki að ræða að ég bjóði sjálfum mér upp á þetta, eða bræðrum mínum sem eru hérna með mér,“ segir Ragnar í myndskeiðinu og býður jafnframt konunum í Konukoti að slást í hópinn, ef ske kynni að þeim hafi einnig verið vísað út í kuldann. „Þetta er staðreyndin í dag, kæru Íslendingar. Reykjavík vildi bara sýnast í gær. Það voru búnar að vera frosthörkur í tvær vikur fyrir daginn í gær, og allt í einu var eitthvað opið í gær. Sýndarmennska og ekkert annað, kæra fólk. Við krefjumst þess að fá virðingu, að það sé séð að við erum líka fólk. Við sem erum heimilislaus og þjáumst af fíknisjúkdómum,“ segir Ragnar Erling í lok myndskeiðsins og lofar þvínæst að koma með stöðuuppfærslu í hádeginu. „Þetta er lífshættulegt ástand. Hér eru menn veikir.“ Segir engan þurfa að sofa úti Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldið sagði Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að farið yrði vel yfir hvar hægt væri að rýmka til. „Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært.“ Þá benti hún á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík.“ Uppfært kl. 12.29 Í samtali við Vísi staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar að sólarhringsopnun sé áfram fyrirhuguð í neyðarskýlinu á Granda. Það sama gildir um önnur gistiskýli í borginni. Þau verða opin í dag og á morgun. Veður Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Uppfært: Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar tjáði fréttastofu í hádeginu að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa gistiskýlin opin laugardag og sunnudag. „Það er ekki séns að við séum að fara út. Hér var maður sem varð nærri úti áðan. Hann hefði getað orðið úti. Þetta er versta ofbeldi sem fyrirfinnst,“ segir Ragnar Erling Hermannsson í samtali við Vísi nú í morgun. Fyrr í morgun birti Ragnar Erling myndskeið á Facebook-síðu sinni þar sem hann stóð fannbarinn í frostinu fyrir utan gistiskýlið á Grandagarði. Fleiri hundruð manns hafa deilt myndskeiði Ragnars er þetta er ritað. Ragnar Erling var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðið fimmtudagskvöld en hann hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að Reykjavíkurborg væri búin að virkja neyðaráætlun og hefði ákveðið að hafa neyðarskýli sín opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kulda. Staðan yrði svo metin. Gistiskýlin eru alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna. Krefjast virðingar „Hér átti að vísa okkur út klukkan tíu í morgun,“ segir Ragnar Erling í myndbandinu sem hann birti nú í morgun. Hann bætir við að sólarhringsopnun gistiskýlanna hafi greinilega verið „sýndarmennska“ af hálfu borgaryfirvalda. Í samtali við Vísi segir Ragnar að eins og staðan er núna eigi að vísa mönnum úr gistiskýlinu klukkan tólf á hádegi í dag. „Ef þau vilja virkilega senda okkur út, þá mega þau bara henda okkur út.“ „Það er ekki að ræða að ég bjóði sjálfum mér upp á þetta, eða bræðrum mínum sem eru hérna með mér,“ segir Ragnar í myndskeiðinu og býður jafnframt konunum í Konukoti að slást í hópinn, ef ske kynni að þeim hafi einnig verið vísað út í kuldann. „Þetta er staðreyndin í dag, kæru Íslendingar. Reykjavík vildi bara sýnast í gær. Það voru búnar að vera frosthörkur í tvær vikur fyrir daginn í gær, og allt í einu var eitthvað opið í gær. Sýndarmennska og ekkert annað, kæra fólk. Við krefjumst þess að fá virðingu, að það sé séð að við erum líka fólk. Við sem erum heimilislaus og þjáumst af fíknisjúkdómum,“ segir Ragnar Erling í lok myndskeiðsins og lofar þvínæst að koma með stöðuuppfærslu í hádeginu. „Þetta er lífshættulegt ástand. Hér eru menn veikir.“ Segir engan þurfa að sofa úti Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldið sagði Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að farið yrði vel yfir hvar hægt væri að rýmka til. „Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært.“ Þá benti hún á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík.“ Uppfært kl. 12.29 Í samtali við Vísi staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar að sólarhringsopnun sé áfram fyrirhuguð í neyðarskýlinu á Granda. Það sama gildir um önnur gistiskýli í borginni. Þau verða opin í dag og á morgun.
Veður Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira