Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2022 20:31 Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. Það verður áfram ískalt á landinu alla næstu viku ef marka má veðurspár. Reykjavíkurborg ákvað í dag að hafa neyðarskýli sín, sem alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna, opin allan sólarhringinn á morgun vegna kulda. Staðan verði svo metin. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Við förum vel yfir hvar við getum opnað að auki og og rýmkað til. Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært,“ segir Heiða. Heiða bendir á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík,“ segir Heiða. Geti valið um að nokkrir deyi vegna kuldans Ragnar Erling Hermannsson sem hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið vonar að borgin hafi opið allan sólarhringinn meðan kuldakastið varir. „Ég ætla nú bara að fá að sjá hvort það verði meira en bara morgundagurinn. Það er líka hægt að velta fyrir sér hvort þetta er bara eitthvað sýningarhjal hjá borginni. Í raun og veru þá hafa þau bara val um það að svona tveir til þrír bara deyi á morgun eða hafa opið meðan kuldinn er svona mikill,“ segir Ragnar. Smáfuglar líka í vanda Það eru fleiri sem eiga erfitt í tíðinni sem nú varir en það getur reynst smáfuglum afar erfitt að finna æti og rennandi vatn. „Það er erfitt að finna fæðu í þessu frosti. Það eru örfáir klukkustundir á dag sem er bjart þannig að það er skemmri tími til að leita sér að fæðu og lengri tími til að halda á sér hita sem er öll nóttin,“ segir Hólmfríður Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Hólmfríður segir gríðarlega mikilvægt að fólk gefi fuglunum meðan tíðin er svona og passi að þeir fái vatn. „Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, þegar birtir og svo aftur þegar rökkvar,“ segir hún. Kuldatíðin gæti líka haft áhrif á sundlaugarnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR segir að mögulega gæti þurft að loka þremur laugum. „Það eru þrjár laugar Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Dalslaug sem að hugsanlega þurfa að loka vegna kuldans. Ég var að fá skilaboð núna um að það þarf ekki að loka á morgun en svo tökum við stöðuna á hverjum degi og það er mikil kuldaspá framundan þannig að það er ekki hægt að segja af eða á,“ segir hann. Veður Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Það verður áfram ískalt á landinu alla næstu viku ef marka má veðurspár. Reykjavíkurborg ákvað í dag að hafa neyðarskýli sín, sem alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna, opin allan sólarhringinn á morgun vegna kulda. Staðan verði svo metin. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Við förum vel yfir hvar við getum opnað að auki og og rýmkað til. Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært,“ segir Heiða. Heiða bendir á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík,“ segir Heiða. Geti valið um að nokkrir deyi vegna kuldans Ragnar Erling Hermannsson sem hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið vonar að borgin hafi opið allan sólarhringinn meðan kuldakastið varir. „Ég ætla nú bara að fá að sjá hvort það verði meira en bara morgundagurinn. Það er líka hægt að velta fyrir sér hvort þetta er bara eitthvað sýningarhjal hjá borginni. Í raun og veru þá hafa þau bara val um það að svona tveir til þrír bara deyi á morgun eða hafa opið meðan kuldinn er svona mikill,“ segir Ragnar. Smáfuglar líka í vanda Það eru fleiri sem eiga erfitt í tíðinni sem nú varir en það getur reynst smáfuglum afar erfitt að finna æti og rennandi vatn. „Það er erfitt að finna fæðu í þessu frosti. Það eru örfáir klukkustundir á dag sem er bjart þannig að það er skemmri tími til að leita sér að fæðu og lengri tími til að halda á sér hita sem er öll nóttin,“ segir Hólmfríður Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Hólmfríður segir gríðarlega mikilvægt að fólk gefi fuglunum meðan tíðin er svona og passi að þeir fái vatn. „Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, þegar birtir og svo aftur þegar rökkvar,“ segir hún. Kuldatíðin gæti líka haft áhrif á sundlaugarnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR segir að mögulega gæti þurft að loka þremur laugum. „Það eru þrjár laugar Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Dalslaug sem að hugsanlega þurfa að loka vegna kuldans. Ég var að fá skilaboð núna um að það þarf ekki að loka á morgun en svo tökum við stöðuna á hverjum degi og það er mikil kuldaspá framundan þannig að það er ekki hægt að segja af eða á,“ segir hann.
Veður Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira