Erlent

Dæmdur fyrir að smita fyrrverandi af HIV-veirunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Smábátar í Haugesund í Haugalandi í Noregi.
Smábátar í Haugesund í Haugalandi í Noregi. Getty/Tupungato

Karlmaður á fertugsaldri í Noregi hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smitað fyrrverandi eiginkonu sína af HIV-veirunni. Þá þarf hann að greiða henni 220 þúsund norskar krónur í bætur, eða sem svarar til 3,2 milljóna íslenskra króna.

Fram kemur á vef NRK að maðurinn hafi tjáð eiginkonunni fyrrverandi að hann hafi verið orðinn heilbrigður eftir að hafa smitast af veirunni. Það gerði hann þrátt fyrir að rannsóknir sýndu á sama tíma að hann væri mjög smitandi.

Tjáði hann henni að varúðarráðstafanir gegn sýkingu við samfarir væru ekki nauðsynlegar. Í framhaldinu höfðu þau samfarir og konan smitaðist af HIV-veirunni.

Héraðsdómur Haugalands og Sunnhordlands telur að maðurinn hafi sýnt af sér sérstaklega kæruleysislega hegðun. Hann hafi látið sér í léttu rúmi liggja hvort konan hans smitaðist eða ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×