Erlent

Risa­stórt fiska­búr á Radis­son í Ber­lín sprakk

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fiskabúrið var 16 metrar að hæð.
Fiskabúrið var 16 metrar að hæð. Getty/John Giles

Sextán metra hátt fiskabúr á Radisson Blu-hótelinu í Berlín í Þýskalandi sprakk í morgun. Allir fimmtán hundruð fiskarnir sem voru í búrinu hrundu niður á gólf hótelsins. Tveir einstaklingar slösuðust eftir sprenginguna vegna glerbrota.

Sprengingin átti sér stað klukkan sex í morgun að staðartíma. Talið er að þrýstingurinn innan í búrinu hafi valdið henni. 

Síðustu rúm tvö ár hefur búrið verið í viðgerð en varð aftur sýnilegt gestum í sumar. Hægt hefur verið að ferðast með lyftu í gegnum búrið, þó einungis frá klukkan tíu að morgni til til klukkan sex að kvöldi til. Því var enginn í lyftunni er búrið sprakk. 

Eyðileggingin fyrir utan og við hótelið er gífurleg.Getty/Christoph Soeder

Öllum gestum hótelsins var gert að yfirgefa svæðið en samkvæmt þýska blaðinu Bild voru um 350 gestir á hótelinu þegar sprengingin átti sér stað. Gestir hótelsins sem Bild ræddi við lýstu sprengingunni. 

„Snemma í morgun, um klukkan sex, heyrði ég mikla sprengingu, eins og þrumu. Ég skildi ekki hvað var að gerast. Ég kallaði á vinkonu mína og fór í hennar herbergi. Þar sá ég fiskabúrið. Það var vatn út um allt,“ sagði tónlistarkonan Iva Yudinski. 

Viðbragðsaðilar að störfum fyrir utan hótelið í morgun.Getty/Christoph Soeder

Gestum hótelsins var gert að yfirgefa það á meðan unnið er að því að hreinsa svæðið.Getty/Christoph Soeder


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×