Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 19:17 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að veita hundrað milljónir króna styrk vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið í áliti sem voru lagðar fram á Alþingi í byrjun síðustu viku. Styrknum var bætt inn í nefndarálitið í kjölfar beiðnar frá framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 um að stöðinni yrði veittur hundrað milljóna styrkur til að halda úti fjölmiðlun, að því er kom fram í umfjöllun vefmiðilsins Kjarnans í dag. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, stóð að nefndarálitinu en hann er mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar úr Vinstri grænum, gat aðeins nefnt einn annan landsbyggðarfjölmiðil, Víkurfréttir, sem gæti átt rétt á styrknum í viðtali við Fréttablaðið. Formaður Blaðamannafélagsins sagði í dag erfitt að réttlæta að styrk væri útdeilt á svo duttlungafullan hátt. Byggir ekki á leikreglum í lögum um fjölmiðla Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í morgun. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún að meirihluti fjárlaganefndar hefði tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Vísaði hún til þess að skýrt væri í lögum að sérstök úthlutunarnefnd annist umsóknir fjölmiðla um stuðning. Í þessu tilfelli hafi meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að veita einum tilteknum fjölmiðli styrk sem samsvari nærri því þriðjungi allra styrkja til frjálsra fjölmiðla á landinu. „Þetta er auðvitað mjög sérkennilegt og byggir ekki á þeim leikreglum sem við erum með í lögum,“ sagði Helga Vala. Breytingatillagan var samþykkt á Alþingi í vikunni og því sagði Helga Vala erfitt að sjá að ákvörðuninni yrði snúið við. Stjórnarandstaðan hafi talið að í tillögunni fælist að auka stuðning við alla fjölmiðla en ekki aðeins eins tiltekins fyrirtækis. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði þingmaðurinn. Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að veita hundrað milljónir króna styrk vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið í áliti sem voru lagðar fram á Alþingi í byrjun síðustu viku. Styrknum var bætt inn í nefndarálitið í kjölfar beiðnar frá framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 um að stöðinni yrði veittur hundrað milljóna styrkur til að halda úti fjölmiðlun, að því er kom fram í umfjöllun vefmiðilsins Kjarnans í dag. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, stóð að nefndarálitinu en hann er mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar úr Vinstri grænum, gat aðeins nefnt einn annan landsbyggðarfjölmiðil, Víkurfréttir, sem gæti átt rétt á styrknum í viðtali við Fréttablaðið. Formaður Blaðamannafélagsins sagði í dag erfitt að réttlæta að styrk væri útdeilt á svo duttlungafullan hátt. Byggir ekki á leikreglum í lögum um fjölmiðla Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í morgun. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún að meirihluti fjárlaganefndar hefði tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Vísaði hún til þess að skýrt væri í lögum að sérstök úthlutunarnefnd annist umsóknir fjölmiðla um stuðning. Í þessu tilfelli hafi meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að veita einum tilteknum fjölmiðli styrk sem samsvari nærri því þriðjungi allra styrkja til frjálsra fjölmiðla á landinu. „Þetta er auðvitað mjög sérkennilegt og byggir ekki á þeim leikreglum sem við erum með í lögum,“ sagði Helga Vala. Breytingatillagan var samþykkt á Alþingi í vikunni og því sagði Helga Vala erfitt að sjá að ákvörðuninni yrði snúið við. Stjórnarandstaðan hafi talið að í tillögunni fælist að auka stuðning við alla fjölmiðla en ekki aðeins eins tiltekins fyrirtækis. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði þingmaðurinn.
Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48