„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. desember 2022 15:01 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður Blaðamannafélagsins segir erfitt að réttlæta slíka styrki sem veittir séu með jafn duttlungafullum hætti og kallar eftir gegnsærra ferli. Formaður fjárlaganefndar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar telji að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Þess vegna séu þeim ætlaðar 100 milljónir króna. Aðspurð gat Bjarkey nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla þessi skilyrði, það er, að vera á landsbyggðinni og framleiða sjónvarpsefni. Það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélag Íslands. Hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag harðlega. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki. Að fjárlaganefnd þingsins handvelji einn fjölmiðil til að veita 100 milljóna styrk,“ segir Sigríður Dögg. „Og það verður líka að benda á að þetta er fjórðungur af upphæðinni sem allir aðrir einkareknir miðlar á Íslandi fá.“ Sigríður segir að þó hún fagni því að verið sé að auka styrki til einkarekinna miðla hefði verið mun eðlilegra að hækka slíka styrki með þeim fyrirfram ákveðna hætti eins og tíðkast hefur. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 „Það er kerfi sem hefur verið samþykkt, það er gagnsætt, það eru reglur um það. Í staðinn fyrir að styrkja með jafn duttlungafullum hætti og þarna er gert.“ Blaðamannafélagið hefur sett málið á dagskrá stjórnarfunds í næstu viku. Sigríður segir að þó hún hafi ekkert á móti því að N4 hljóti slíkan styrk verði það sama að ganga yfir alla miðla. „Mér finnst mjög erfitt að réttlæta það að þessi miðill fái þennan margfalt hærri styrk en aðrir miðlar, og mér þætti áhugavert að sjá rökstuðning nefndarinnar fyrir því.“ Fjölmiðlar Alþingi Akureyri Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins segir erfitt að réttlæta slíka styrki sem veittir séu með jafn duttlungafullum hætti og kallar eftir gegnsærra ferli. Formaður fjárlaganefndar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar telji að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Þess vegna séu þeim ætlaðar 100 milljónir króna. Aðspurð gat Bjarkey nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla þessi skilyrði, það er, að vera á landsbyggðinni og framleiða sjónvarpsefni. Það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélag Íslands. Hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag harðlega. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki. Að fjárlaganefnd þingsins handvelji einn fjölmiðil til að veita 100 milljóna styrk,“ segir Sigríður Dögg. „Og það verður líka að benda á að þetta er fjórðungur af upphæðinni sem allir aðrir einkareknir miðlar á Íslandi fá.“ Sigríður segir að þó hún fagni því að verið sé að auka styrki til einkarekinna miðla hefði verið mun eðlilegra að hækka slíka styrki með þeim fyrirfram ákveðna hætti eins og tíðkast hefur. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 „Það er kerfi sem hefur verið samþykkt, það er gagnsætt, það eru reglur um það. Í staðinn fyrir að styrkja með jafn duttlungafullum hætti og þarna er gert.“ Blaðamannafélagið hefur sett málið á dagskrá stjórnarfunds í næstu viku. Sigríður segir að þó hún hafi ekkert á móti því að N4 hljóti slíkan styrk verði það sama að ganga yfir alla miðla. „Mér finnst mjög erfitt að réttlæta það að þessi miðill fái þennan margfalt hærri styrk en aðrir miðlar, og mér þætti áhugavert að sjá rökstuðning nefndarinnar fyrir því.“
Fjölmiðlar Alþingi Akureyri Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent