Aftur geta Króatar gert hið ómögulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 10:00 Luka Modrić er allt í öllu hjá Króatíu þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall. Alex Grimm/Getty Images Annað heimsmeistaramótið í röð er karlalandsliðið Króatíu komið í undanúrslit. Fyrir þjóð sem telur rétt tæplega fjórar milljónir er um magnað afrek að ræða. Króatía hefur lengi vel verið með fremstu íþróttaþjóðum í heimi, allavega í karlaflokki. Ásamt því að vera með fótboltalandslið í fremstu röð þá var handboltalandsliðið lengi vel með þeim bestu í heimi. Einnig er vert að taka fram að Króatía er með sigursælustu þjóðum í sögu sundknattleiks. Hvað varðar fótboltann þá má segja að leikir Króatíu á HM sem nú fer fram í Katar sem og í Rússlandi fyrir fjórum árum minni á handboltaleiki liðsins þegar þjóðin var upp á sitt besta. Hraðinn er ekki mikill og það er líkt og Króatar vonist til að andstæðingar sínir sofni á endanum. Mögulega er það ástæðan fyrir að báðir leikir Króatíu í útsláttarkeppninni á HM í Katar hafa endað með vítaspyrnukeppni. Það sama var upp á teningnum í Rússlandi en alls fór Króatía í þrjár framlengingar - og tvær vítaspyrnukeppnir - á leið sinni í úrslitaleikinn gegn Frakklandi. Að gagnrýna leikstíl Króatíu er í raun ógerlegt þar sem um er að ræða þjóð sem telur fjórar milljónir. Síðasti leikur liðsins í Katar var gegn Brasilíu, þjóð sem telur vel yfir 200 milljónir. Þar áður var það Japan sem lá í valnum. Þó Japan sé lítið land að flatarmáli þá búa rúmlega 125 milljónir í landinu. Eftir að Króatía vann til bronsverðlauna á HM 1998 kom smá lægð er varðar árangur á stórmótum í fótbolta. Það er þangað til 2018 í Rússlandi er liðið komst alla leið í úrslit. Þrátt fyrir töluverðar mannabreytingar og að öflugir leikmenn hafi verið skildir eftir heima getur Króatía endurtekið leikinn í Katar. Króatar virðast kunna best við sig á stærsta sviðinu en liðið hefur aldrei náð álíka árangri á Evrópumótinu. Þar hefur Króatía lengst komist í 8-liða úrslit, árin 1996 og 2008. Töframaðurinn Luka Modrić Þó hann sé orðinn 37 ára gamall þá er fyrirliðinn Luka Modrić bæði hjartað og heilinn í liði Króata. Hann stýrir öllu þeirra spili á miðjunni og minnir um margt á Ivano Balić en sá stýrði handboltaliði þjóðarinnar um árabil. Báðir hafa reynst íslenska landsliðinu, hvort sem um ræðir fótbolta eða handbolta, erfiður ljár í þúfu. Það voru fáir ef einhverjir betri en Ivano Balić þegar hann var upp á sitt besta.Nordic Photos/Getty Images Það er erfitt að bera saman árangur á stórmótum í fótbolta og handbolta þar sem þau eru árlegur viðburður í handboltaheiminum. Það verður þó ekki tekið af Balić og handboltalandsliðinu að árangurinn var hreint út sagt ótrúlegur til fjölda ára. Króatía hefur unnið Ólympíuleikana tvisvar [Atlanta, 1996 og Aþenu, 2004] ásamt því að næla í brons einu sinni [Lundúnir, 2012]. Króatía varð heimsmeistari árið 2003 [Portúgal] en hefur alls fjórum sinnum farið alla leið í úrslitaleik HM. Þá endaði liðið í 3. sæti á HM árið 2013. Króatíu hefur ekki enn tekist að vinna Evrópumótið en hefur þrívegis komit í úrslitaleikinn; 2008, 2010 og 2020. Þrisvar hefur Króatía svo unnið til bronsverðlauna á EM; 1994, 2012 og 2016. Sagt það áður og segi enn. Króatar. Besta íþróttaþjóð heims pund fyrir pund. Ótrúlegir.— Henry Birgir (@henrybirgir) December 9, 2022 Þó Modrić og félagar munu aldrei ná sama árangri og handboltalandsliðið er ljóst að hann og liðsfélagar sínir geta komist í guðatölu - ef þeir eru það nú ekki þegar - með því að slá Lionel Messi og félaga út í undanúrslitum HM. Miðað við árangur Króatíu til þessa og í Rússlandi væri heimskulegt að veðja gegn því. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. 9. desember 2022 17:51 Livaković hetjan þegar Króatía fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Mörkvörðurinn Dominik Livaković reyndist hetja Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta með sigri á Japan í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og þegar framlengingunni lauk. 5. desember 2022 17:45 Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. 27. nóvember 2022 18:00 Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira
Króatía hefur lengi vel verið með fremstu íþróttaþjóðum í heimi, allavega í karlaflokki. Ásamt því að vera með fótboltalandslið í fremstu röð þá var handboltalandsliðið lengi vel með þeim bestu í heimi. Einnig er vert að taka fram að Króatía er með sigursælustu þjóðum í sögu sundknattleiks. Hvað varðar fótboltann þá má segja að leikir Króatíu á HM sem nú fer fram í Katar sem og í Rússlandi fyrir fjórum árum minni á handboltaleiki liðsins þegar þjóðin var upp á sitt besta. Hraðinn er ekki mikill og það er líkt og Króatar vonist til að andstæðingar sínir sofni á endanum. Mögulega er það ástæðan fyrir að báðir leikir Króatíu í útsláttarkeppninni á HM í Katar hafa endað með vítaspyrnukeppni. Það sama var upp á teningnum í Rússlandi en alls fór Króatía í þrjár framlengingar - og tvær vítaspyrnukeppnir - á leið sinni í úrslitaleikinn gegn Frakklandi. Að gagnrýna leikstíl Króatíu er í raun ógerlegt þar sem um er að ræða þjóð sem telur fjórar milljónir. Síðasti leikur liðsins í Katar var gegn Brasilíu, þjóð sem telur vel yfir 200 milljónir. Þar áður var það Japan sem lá í valnum. Þó Japan sé lítið land að flatarmáli þá búa rúmlega 125 milljónir í landinu. Eftir að Króatía vann til bronsverðlauna á HM 1998 kom smá lægð er varðar árangur á stórmótum í fótbolta. Það er þangað til 2018 í Rússlandi er liðið komst alla leið í úrslit. Þrátt fyrir töluverðar mannabreytingar og að öflugir leikmenn hafi verið skildir eftir heima getur Króatía endurtekið leikinn í Katar. Króatar virðast kunna best við sig á stærsta sviðinu en liðið hefur aldrei náð álíka árangri á Evrópumótinu. Þar hefur Króatía lengst komist í 8-liða úrslit, árin 1996 og 2008. Töframaðurinn Luka Modrić Þó hann sé orðinn 37 ára gamall þá er fyrirliðinn Luka Modrić bæði hjartað og heilinn í liði Króata. Hann stýrir öllu þeirra spili á miðjunni og minnir um margt á Ivano Balić en sá stýrði handboltaliði þjóðarinnar um árabil. Báðir hafa reynst íslenska landsliðinu, hvort sem um ræðir fótbolta eða handbolta, erfiður ljár í þúfu. Það voru fáir ef einhverjir betri en Ivano Balić þegar hann var upp á sitt besta.Nordic Photos/Getty Images Það er erfitt að bera saman árangur á stórmótum í fótbolta og handbolta þar sem þau eru árlegur viðburður í handboltaheiminum. Það verður þó ekki tekið af Balić og handboltalandsliðinu að árangurinn var hreint út sagt ótrúlegur til fjölda ára. Króatía hefur unnið Ólympíuleikana tvisvar [Atlanta, 1996 og Aþenu, 2004] ásamt því að næla í brons einu sinni [Lundúnir, 2012]. Króatía varð heimsmeistari árið 2003 [Portúgal] en hefur alls fjórum sinnum farið alla leið í úrslitaleik HM. Þá endaði liðið í 3. sæti á HM árið 2013. Króatíu hefur ekki enn tekist að vinna Evrópumótið en hefur þrívegis komit í úrslitaleikinn; 2008, 2010 og 2020. Þrisvar hefur Króatía svo unnið til bronsverðlauna á EM; 1994, 2012 og 2016. Sagt það áður og segi enn. Króatar. Besta íþróttaþjóð heims pund fyrir pund. Ótrúlegir.— Henry Birgir (@henrybirgir) December 9, 2022 Þó Modrić og félagar munu aldrei ná sama árangri og handboltalandsliðið er ljóst að hann og liðsfélagar sínir geta komist í guðatölu - ef þeir eru það nú ekki þegar - með því að slá Lionel Messi og félaga út í undanúrslitum HM. Miðað við árangur Króatíu til þessa og í Rússlandi væri heimskulegt að veðja gegn því.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. 9. desember 2022 17:51 Livaković hetjan þegar Króatía fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Mörkvörðurinn Dominik Livaković reyndist hetja Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta með sigri á Japan í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og þegar framlengingunni lauk. 5. desember 2022 17:45 Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. 27. nóvember 2022 18:00 Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira
Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. 9. desember 2022 17:51
Livaković hetjan þegar Króatía fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Mörkvörðurinn Dominik Livaković reyndist hetja Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta með sigri á Japan í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og þegar framlengingunni lauk. 5. desember 2022 17:45
Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. 27. nóvember 2022 18:00
Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01