Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 08:01 John Herdman, þjálfari kanadíska landsliðsins í knattspyrnu, hefði getað valið orð sín betur eftir tap liðsins gegn Belgum. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. Eftir tap 1-0 tap Kanada gegn Belgíu í F-riðli heimsmeistaramótsins síðastliðin miðvikudag valdi Herdman orð sín heldur óheppilega til að reyna að stappa stálinu í sína menn. „Ég sagði leikmönnunum að við ættum heima á þessu móti og að við ætlum okkur að mæta og r... Króötum,“ sagði Herdman eftir tapið. Hann hefur nú beðist afsökunar á orðavali sínu. Þessi ummæli Herdman fóru ekki sérlega vel í Zlatko Dalic, þjálfara Króata, og óskaði hann eftir því að sínu liði yrði sýnd virðing. „Hvernig hann setur þessi orð saman sýnir ekki virðingu,“ sagði Dalic, en hans menn fóru alla leið í úrslitaleik HM í Rússlandi árið 2018. „Við höfnuðum í öðru sæti á seinasta móti og við eigum skilið virðingu. Ég ætla samt ekki að einbeita mér að eða dvelja of lengi við ummæli annarra.“ „Við berum jafn mikla virðingu fyrir öllum öðrum og við búumst við því sama.“ Króatía og Kanada mætast í þriðja leik dagsins á HM klukkan 16:00 í dag og með sigri, og hagstæðum úrslitum úr leik Belga og Marokkó, eru Króatar komnir áfram í 16-liða úrslit. Kanadamenn þurfa hins vegar nauðsynlega að ná í að minnsta kosti stig til að halda vonum sínum á lífi. HM 2022 í Katar Króatía Kanada Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Eftir tap 1-0 tap Kanada gegn Belgíu í F-riðli heimsmeistaramótsins síðastliðin miðvikudag valdi Herdman orð sín heldur óheppilega til að reyna að stappa stálinu í sína menn. „Ég sagði leikmönnunum að við ættum heima á þessu móti og að við ætlum okkur að mæta og r... Króötum,“ sagði Herdman eftir tapið. Hann hefur nú beðist afsökunar á orðavali sínu. Þessi ummæli Herdman fóru ekki sérlega vel í Zlatko Dalic, þjálfara Króata, og óskaði hann eftir því að sínu liði yrði sýnd virðing. „Hvernig hann setur þessi orð saman sýnir ekki virðingu,“ sagði Dalic, en hans menn fóru alla leið í úrslitaleik HM í Rússlandi árið 2018. „Við höfnuðum í öðru sæti á seinasta móti og við eigum skilið virðingu. Ég ætla samt ekki að einbeita mér að eða dvelja of lengi við ummæli annarra.“ „Við berum jafn mikla virðingu fyrir öllum öðrum og við búumst við því sama.“ Króatía og Kanada mætast í þriðja leik dagsins á HM klukkan 16:00 í dag og með sigri, og hagstæðum úrslitum úr leik Belga og Marokkó, eru Króatar komnir áfram í 16-liða úrslit. Kanadamenn þurfa hins vegar nauðsynlega að ná í að minnsta kosti stig til að halda vonum sínum á lífi.
HM 2022 í Katar Króatía Kanada Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira