Erlent

Sonur Tinu Turner er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ronnie ásamt eiginkonu sinni, Feda, í minningarathöfn fyrir Ike Turner árið 2007.
Ronnie ásamt eiginkonu sinni, Feda, í minningarathöfn fyrir Ike Turner árið 2007. Getty/Axel Koester

Ronnie Turner, sonur Ike og Tinu Turner, er látinn, 62 ára að aldri. Ekki er vitað hvað dró hann til dauða en hann hafði glímt við ýmsa heilsukvilla síðustu ár. 

Ronnie er annar sonur Tinu til að láta lífið á síðustu fjórum árum. Árið 2018 tók Craig, elsti sonur hennar, sitt eigið líf. 

Lögreglan í San Fernando-dalnum, þar sem Ronnie bjó, fengu tilkynningu um mann sem lá fyrir utan heimili Ronnie á fimmtudagsmorgun. Þegar sjúkraliðar komu á staðinn var hann látinn. Gangandi vegfarendur reyndu að endurlífga hann en það gekk ekki. Ronnie hafði glímt við ýmis veikindi síðustu ár lífs síns, þar á meðal krabbamein. 


Tengdar fréttir

Sonur Tinu Turner fannst látinn

Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×