Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2022 20:23 Sveinn Andri Sveinsson er verjandi annars mannsins. vísir/vilhelm Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra en ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning og engan vegin hægt að henda reiður á þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannana. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Í lok september boðaði lögregla til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að mennirnir hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og að meint hryðjuverk hafi beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. „Tugur af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal hafa verið haldlögð í aðgerðum lögreglu ásamt þúsundum af skotfærum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í september. Lögreglan hafi farið offari með blaðamannafundi Mennirnir hafa verið í haldi í tæpa þrjá mánuði og segir Sveinn allar aðgerðir ákæruvaldsins miða að því að réttlæta frumhlaup lögreglunnar frá því í haust. Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? „Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói.“ Hvers vegna heldur þú að lögreglan gangi þá svona langt? „Þeir fóru offari í upphafi og allar þeirra aðgerðir miða að því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september síðastliðinn.“ „Rugl spjall“ Hann segir umbjóðanda sinn saklausan og skoðar nú hvort farið verði fram á frávísun í málinu sökum óskýrrar ákæru. „Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“ En er fjallað um hótanir í ákærunni, eða byggir hún bara á vopnunum? „Bara spjall þeirra á milli. Rugl spjall þeirra á milli, það er það eina sem liggur fyrir í málinu.“ Var þetta spjall þá sett fram í hálfkæringi? „Já þeirra á milli, að mínu mati algjörlega í hálfkæringi.“ Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins sakborningsins tekur undir orð Sveins. Ákæra komi verulega á óvart og neitar umbjóðandi hans einnig sök. Héraðsdómur féll í dag á fjögurra vikna áframhaldandi varðhaldi yfir mönnunum tveimur og verða þeir í haldi til sjötta janúar. Sveinn og Einar hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra en ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning og engan vegin hægt að henda reiður á þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannana. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Í lok september boðaði lögregla til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að mennirnir hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og að meint hryðjuverk hafi beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. „Tugur af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal hafa verið haldlögð í aðgerðum lögreglu ásamt þúsundum af skotfærum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í september. Lögreglan hafi farið offari með blaðamannafundi Mennirnir hafa verið í haldi í tæpa þrjá mánuði og segir Sveinn allar aðgerðir ákæruvaldsins miða að því að réttlæta frumhlaup lögreglunnar frá því í haust. Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? „Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói.“ Hvers vegna heldur þú að lögreglan gangi þá svona langt? „Þeir fóru offari í upphafi og allar þeirra aðgerðir miða að því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september síðastliðinn.“ „Rugl spjall“ Hann segir umbjóðanda sinn saklausan og skoðar nú hvort farið verði fram á frávísun í málinu sökum óskýrrar ákæru. „Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“ En er fjallað um hótanir í ákærunni, eða byggir hún bara á vopnunum? „Bara spjall þeirra á milli. Rugl spjall þeirra á milli, það er það eina sem liggur fyrir í málinu.“ Var þetta spjall þá sett fram í hálfkæringi? „Já þeirra á milli, að mínu mati algjörlega í hálfkæringi.“ Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins sakborningsins tekur undir orð Sveins. Ákæra komi verulega á óvart og neitar umbjóðandi hans einnig sök. Héraðsdómur féll í dag á fjögurra vikna áframhaldandi varðhaldi yfir mönnunum tveimur og verða þeir í haldi til sjötta janúar. Sveinn og Einar hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00
Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58