Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2022 20:23 Sveinn Andri Sveinsson er verjandi annars mannsins. vísir/vilhelm Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra en ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning og engan vegin hægt að henda reiður á þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannana. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Í lok september boðaði lögregla til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að mennirnir hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og að meint hryðjuverk hafi beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. „Tugur af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal hafa verið haldlögð í aðgerðum lögreglu ásamt þúsundum af skotfærum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í september. Lögreglan hafi farið offari með blaðamannafundi Mennirnir hafa verið í haldi í tæpa þrjá mánuði og segir Sveinn allar aðgerðir ákæruvaldsins miða að því að réttlæta frumhlaup lögreglunnar frá því í haust. Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? „Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói.“ Hvers vegna heldur þú að lögreglan gangi þá svona langt? „Þeir fóru offari í upphafi og allar þeirra aðgerðir miða að því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september síðastliðinn.“ „Rugl spjall“ Hann segir umbjóðanda sinn saklausan og skoðar nú hvort farið verði fram á frávísun í málinu sökum óskýrrar ákæru. „Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“ En er fjallað um hótanir í ákærunni, eða byggir hún bara á vopnunum? „Bara spjall þeirra á milli. Rugl spjall þeirra á milli, það er það eina sem liggur fyrir í málinu.“ Var þetta spjall þá sett fram í hálfkæringi? „Já þeirra á milli, að mínu mati algjörlega í hálfkæringi.“ Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins sakborningsins tekur undir orð Sveins. Ákæra komi verulega á óvart og neitar umbjóðandi hans einnig sök. Héraðsdómur féll í dag á fjögurra vikna áframhaldandi varðhaldi yfir mönnunum tveimur og verða þeir í haldi til sjötta janúar. Sveinn og Einar hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra en ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning og engan vegin hægt að henda reiður á þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannana. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Í lok september boðaði lögregla til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að mennirnir hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og að meint hryðjuverk hafi beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. „Tugur af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal hafa verið haldlögð í aðgerðum lögreglu ásamt þúsundum af skotfærum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í september. Lögreglan hafi farið offari með blaðamannafundi Mennirnir hafa verið í haldi í tæpa þrjá mánuði og segir Sveinn allar aðgerðir ákæruvaldsins miða að því að réttlæta frumhlaup lögreglunnar frá því í haust. Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? „Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói.“ Hvers vegna heldur þú að lögreglan gangi þá svona langt? „Þeir fóru offari í upphafi og allar þeirra aðgerðir miða að því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september síðastliðinn.“ „Rugl spjall“ Hann segir umbjóðanda sinn saklausan og skoðar nú hvort farið verði fram á frávísun í málinu sökum óskýrrar ákæru. „Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“ En er fjallað um hótanir í ákærunni, eða byggir hún bara á vopnunum? „Bara spjall þeirra á milli. Rugl spjall þeirra á milli, það er það eina sem liggur fyrir í málinu.“ Var þetta spjall þá sett fram í hálfkæringi? „Já þeirra á milli, að mínu mati algjörlega í hálfkæringi.“ Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins sakborningsins tekur undir orð Sveins. Ákæra komi verulega á óvart og neitar umbjóðandi hans einnig sök. Héraðsdómur féll í dag á fjögurra vikna áframhaldandi varðhaldi yfir mönnunum tveimur og verða þeir í haldi til sjötta janúar. Sveinn og Einar hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00
Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58