Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 15:15 Frá fundinum. Vísir/Vilhelm Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Þetta kom fram á upplýsingafundi lögreglu þar sem meðal annars kom fram að mennirnir séu grunaðir um framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. Um er að ræða fjóra íslenska karlmenn á þrítugsaldri. Lagt var hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Fjórir voru handteknir en þeir tveir sem lögregla taldi vopnaða og hættulega voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar í tvær vikur og hinn í eina viku. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði að samfélagið væri öruggara í dag eftir aðgerðir lögreglu í gær. Karl Steinar Valsson á fundinum.Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að mennirnir væri grunaðir um brot gegn 100. grein a hegninarlaga sem fjallar um hryðjuverk. Telja að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu Sagði Grímur að rannsókn á málinu hafi staðið yfir í nokkrar vikur og beindist hún þá gegn framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. „Við rannsóknina komu fram upplýsingar sem leiddu til gruns að í undirbúningi væri árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess,“ sagði Grímur á fundinum og bætti við að gott samstarf lögreglu hafi komið í veg fyrir að beiting vopna gegn borgurum landsins og mikilvægum stofnunum þess yrði að veruleika. „Það er mat okkar að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu um beitingu vopna gegn fólki og stofnunum,“ sagði Grímur. Karl Steinar var meðal annars spurður á fundinum að því hvort að ætla mætti að fyrirhuguð árás sem komið hafi verið í veg fyrir hafi átt að beinast gegn Alþingi eða lögreglu. „Jú, það má alveg ætla það,“ svaraði Karl Steinar sem sagðist ekki vera tilbúinn til að svara því hvort að mennirnir fjórir hafi láti stjórnast af þjóðernissinnuðum hvötum í áætlunum sínum. Grímur sagði að lögreglan sé ákaflega ánægð með að ekki hafi orðið meira úr þeim áætlunum sem blöstu við lögreglu að stæði til að ráðast í. Rannsóknin væri á ákaflega viðkvæmu stigi en beindist meðal annars að því að setja upp tímalínu, rannsaka rafræn gögn. Þjóðaröryggisráð upplýst Lögregla ítrekaði á fundinum að lögregla telji að ekki sé yfirvofandi hætta fyrir almenning í dag. Lögregla telji að með aðgerðunum í gær hafi tekist að ná utan um það sem verið var að rannsaka. Lögregla sé með þau tök á málinu að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu. Stærstur hluti þeirra vopna sem lögregla var á höttunum eftir hafi verið haldlagður í aðgerðum gærdagsins í dag. Þjóðaröryggisráð hefur verið upplýst um málið. Ekki stendur til að herða öryggisráðstafana við stofnanir ríkisins. Þær voru þó hertar á meðan aðgerðum stóð í gær. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, sagði að verið væri að kanna hvort að mennirnir tengist erlendum öfgasamtökum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta kom fram á upplýsingafundi lögreglu þar sem meðal annars kom fram að mennirnir séu grunaðir um framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. Um er að ræða fjóra íslenska karlmenn á þrítugsaldri. Lagt var hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Fjórir voru handteknir en þeir tveir sem lögregla taldi vopnaða og hættulega voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar í tvær vikur og hinn í eina viku. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði að samfélagið væri öruggara í dag eftir aðgerðir lögreglu í gær. Karl Steinar Valsson á fundinum.Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að mennirnir væri grunaðir um brot gegn 100. grein a hegninarlaga sem fjallar um hryðjuverk. Telja að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu Sagði Grímur að rannsókn á málinu hafi staðið yfir í nokkrar vikur og beindist hún þá gegn framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. „Við rannsóknina komu fram upplýsingar sem leiddu til gruns að í undirbúningi væri árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess,“ sagði Grímur á fundinum og bætti við að gott samstarf lögreglu hafi komið í veg fyrir að beiting vopna gegn borgurum landsins og mikilvægum stofnunum þess yrði að veruleika. „Það er mat okkar að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu um beitingu vopna gegn fólki og stofnunum,“ sagði Grímur. Karl Steinar var meðal annars spurður á fundinum að því hvort að ætla mætti að fyrirhuguð árás sem komið hafi verið í veg fyrir hafi átt að beinast gegn Alþingi eða lögreglu. „Jú, það má alveg ætla það,“ svaraði Karl Steinar sem sagðist ekki vera tilbúinn til að svara því hvort að mennirnir fjórir hafi láti stjórnast af þjóðernissinnuðum hvötum í áætlunum sínum. Grímur sagði að lögreglan sé ákaflega ánægð með að ekki hafi orðið meira úr þeim áætlunum sem blöstu við lögreglu að stæði til að ráðast í. Rannsóknin væri á ákaflega viðkvæmu stigi en beindist meðal annars að því að setja upp tímalínu, rannsaka rafræn gögn. Þjóðaröryggisráð upplýst Lögregla ítrekaði á fundinum að lögregla telji að ekki sé yfirvofandi hætta fyrir almenning í dag. Lögregla telji að með aðgerðunum í gær hafi tekist að ná utan um það sem verið var að rannsaka. Lögregla sé með þau tök á málinu að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu. Stærstur hluti þeirra vopna sem lögregla var á höttunum eftir hafi verið haldlagður í aðgerðum gærdagsins í dag. Þjóðaröryggisráð hefur verið upplýst um málið. Ekki stendur til að herða öryggisráðstafana við stofnanir ríkisins. Þær voru þó hertar á meðan aðgerðum stóð í gær. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, sagði að verið væri að kanna hvort að mennirnir tengist erlendum öfgasamtökum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 „Mildi að engan sakaði“ Ríkislögreglustjóri segir hættuástandi hafa verið afstýrt í dag. Fjórir voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra en í yfirlýsingu segir að tveir þeirra hafi verið taldir vopnaðir og hættulegir og að handtökurnar snúi að skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. 21. september 2022 17:51 Sérsveitin í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ Sérsveit ríkisslögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa nú í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ. Sérsveitin handtók einnig karlmann í Kópavogi fyrr í dag. 21. september 2022 15:37 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32
„Mildi að engan sakaði“ Ríkislögreglustjóri segir hættuástandi hafa verið afstýrt í dag. Fjórir voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra en í yfirlýsingu segir að tveir þeirra hafi verið taldir vopnaðir og hættulegir og að handtökurnar snúi að skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. 21. september 2022 17:51
Sérsveitin í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ Sérsveit ríkisslögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa nú í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ. Sérsveitin handtók einnig karlmann í Kópavogi fyrr í dag. 21. september 2022 15:37
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals