Erlent

Settu upp eldflaugaskotpalla við stærsta kjarnorkuver Evrópu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skotpallarnir eru af svokallaðri GRAD gerð og hafa verið notaðir af báðum fylkingum í stríðinu.
Skotpallarnir eru af svokallaðri GRAD gerð og hafa verið notaðir af báðum fylkingum í stríðinu. Getty/Wolfgang Schwan

Rússar eru nú sagðir hafa sett upp fjölda eldflaugaskotpalla við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu.

 Þetta fullyrða úkraínskir ráðamenn sem segja að hættan á kjarnorkuslysi hafi því aukist á svæðinu. Auk þess gerir staðsetning skotpallanna Úkraínumönnum erfitt fyrir því ekki er hægt að eyða þeim án þess að setja verið í hættu.

Kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og segir úkraínska fyrirtækið Energoatom sem rekur verið að Rússar hafi stóaraukið hættuna á slysi í verinu með framgöngu sinni.

Þeir taka fram að hættan á stórfelldu slysi í verinu sé þó ekki mikil í ljósi þess að búið er að slökkva á öllum sex kjarnakljúfum versins en hættan á að geislavirk efni leki út í andrúmsloftið verði verið fyrir skemmdum er þó til staðar og hefur nú aukist.


Tengdar fréttir

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×