Varaforseti Argentínu dæmdur í sex ára fangelsi fyrir spillingu Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 08:31 Cristina Fernandez de Kirchner var forseti Argentínu milli 2007 og 2015. EPA Dómstóll í Argentínu hefur dæmt varaforseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner, í sex ára fangelsi eftir að hún var fundin sek um spillingu. Hin 69 ára Fernández var fundin sek um stjórnsýslubrot með því að hafa milligöngu um að samið hafi verið vin hennar um opinberar framkvæmdir í skiptum fyrir mútugreiðslur til hennar sjálfrar. Áttu brotin sér stað þegar Fernandez gegndi embætti forseta landsins á árunum 2007 til 2015. Málið hefur skekið argentínsku þjóðina. Í frétt BBC segir að ólíklegt þyki að hún muni þurfa að afplána þar sem hún nýtur nokkurrar friðhelgi í krafti embættisins, auk þess að líklegt þykir að framundan sé langt áfrýjunarferli. Dómari bannaði henni jafnframt að gegna opinberum embættum, en hún mun þó áfram gegna embætti varaforseta á meðan málið mun velkjast um í dómskerfinu. Lázaro Báez.EPA Saksóknarar í málinu fóru fram á að varaforsetinn yrði dæmdur í tólf ára fangelsi vegna málsins, þar sem brotin hafi kostað argentíska ríkið um milljarð Bandaríkjadala. Fernández neitaði sök í málinu og segir málið vera runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga. Viðskiptamaðurinn og umræddur vinur Fernández, Lázaro Báez, var sömuleiðis dæmdur í sex ára fangelsi. Hann var á síðasta ári dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir peningaþvætti. Alls voru ellefu manns ákærðir í málinu og voru sjö þeirra fundnir sekir. Þrír voru sýknaðir og var mál eins vísað frá dómi. Argentína Tengdar fréttir Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. 2. september 2022 07:39 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hin 69 ára Fernández var fundin sek um stjórnsýslubrot með því að hafa milligöngu um að samið hafi verið vin hennar um opinberar framkvæmdir í skiptum fyrir mútugreiðslur til hennar sjálfrar. Áttu brotin sér stað þegar Fernandez gegndi embætti forseta landsins á árunum 2007 til 2015. Málið hefur skekið argentínsku þjóðina. Í frétt BBC segir að ólíklegt þyki að hún muni þurfa að afplána þar sem hún nýtur nokkurrar friðhelgi í krafti embættisins, auk þess að líklegt þykir að framundan sé langt áfrýjunarferli. Dómari bannaði henni jafnframt að gegna opinberum embættum, en hún mun þó áfram gegna embætti varaforseta á meðan málið mun velkjast um í dómskerfinu. Lázaro Báez.EPA Saksóknarar í málinu fóru fram á að varaforsetinn yrði dæmdur í tólf ára fangelsi vegna málsins, þar sem brotin hafi kostað argentíska ríkið um milljarð Bandaríkjadala. Fernández neitaði sök í málinu og segir málið vera runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga. Viðskiptamaðurinn og umræddur vinur Fernández, Lázaro Báez, var sömuleiðis dæmdur í sex ára fangelsi. Hann var á síðasta ári dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir peningaþvætti. Alls voru ellefu manns ákærðir í málinu og voru sjö þeirra fundnir sekir. Þrír voru sýknaðir og var mál eins vísað frá dómi.
Argentína Tengdar fréttir Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. 2. september 2022 07:39 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. 2. september 2022 07:39