Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 07:39 De Kirchner lifði banatilræðið af. Getty/Matías Baglietto Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. Christina Fernandez de Kirchner var að heilsa stuðningsmönnum fyrir utan heimili sitt í gær þegar karlmaður steig út úr hópnum og beindi skammbyssu að höfði hennar. Að sögn Alberto Fernandez, forseta landsins, var byssan hlaðin fimm skotum en eitthvað hafi klikkað þegar byssumaðurinn tók í gikkinn. De Kirchner var á heimleið úr dómsal þegar atvikið átti sér stað en hún hefur verið ákærð fyrir spillingu. Hún neitar allri sök. Að sögn lögreglu er maðurinn nú í gæsluvarðhaldi og reyni nú að komast til botns í því hver ástæða árásarinnar var. Staðarmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sé 35 ára gamall Brasilíumaður. Hundruð hafa safnast saman fyrir utan heimili de Kirchner undanfarna daga til að lýsa yfir stuðningi við hana.Getty/Martin Cossarini Fernandez forseti sagði í ræðu í gærkvöldi að enn sé ekki ljóst hvað hafi leitt til þess að byssan hafi staðið á sér. Hann fordæmdi árásina og sagði að atvikið væri eitt það alvarlegasta sem upp hafi komið síðan lýðræði var innleitt í landinu árið 1983. „Við getum verið ósammála, við getum deilt um hluti í grundvallaratriðum. En hatursorðræða má ekki lýðast vegna þess að hún leiðir til ofbeldis og ofbeldi getur ekki haldist í hendur við lýðræði,“ sagði Fernandez. Þá lýsti hann því yfir að í dag, föstudag, fengju allir Argentínumenn sem það vildu frí frá skyldum sínum til þess að lýsa yfir stuðningi við lýðræði, lífið og varaforsetann. Á myndbandi má sjá manninn beina skammbyssunni að höfði varaforsetans og reyna að taka í gikkinn en mistakast. Undanfarna daga hafa hundruð safnast saman fyrir utan heimili varaforsetans til að lýsa yfir stuðningi við hana vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir. De Kirchner er sökuð um spillingu með því að hafa nýtt sér stöðu sína þegar hún var forseti árin 2007 til 2015. Hún hafi gert það með því að veita aðilum tengdum sér opinber verkefni í heimahéraði sínu Patagonia. Verði de Kirchner sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tólf ára dóm og ævilangt bann úr stjórnmálum. Þar sem de Kirchner er forseti öldungadeildar þingsins nýtur hún þingfriðhelgi og þyrfti því ekki að afplána dóminn í fangelsi nema Hæstiréttur Argentínu dæmi hana til fangelsisvistar eða hún missi sæti sitt á þingi í næstu kosningum, sem fara fram í árslok 2023. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem de Kirchner hefur verið sótt til saka fyrir spillingu í kjölfar forsetatíðar hennar. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði. Argentína Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Christina Fernandez de Kirchner var að heilsa stuðningsmönnum fyrir utan heimili sitt í gær þegar karlmaður steig út úr hópnum og beindi skammbyssu að höfði hennar. Að sögn Alberto Fernandez, forseta landsins, var byssan hlaðin fimm skotum en eitthvað hafi klikkað þegar byssumaðurinn tók í gikkinn. De Kirchner var á heimleið úr dómsal þegar atvikið átti sér stað en hún hefur verið ákærð fyrir spillingu. Hún neitar allri sök. Að sögn lögreglu er maðurinn nú í gæsluvarðhaldi og reyni nú að komast til botns í því hver ástæða árásarinnar var. Staðarmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sé 35 ára gamall Brasilíumaður. Hundruð hafa safnast saman fyrir utan heimili de Kirchner undanfarna daga til að lýsa yfir stuðningi við hana.Getty/Martin Cossarini Fernandez forseti sagði í ræðu í gærkvöldi að enn sé ekki ljóst hvað hafi leitt til þess að byssan hafi staðið á sér. Hann fordæmdi árásina og sagði að atvikið væri eitt það alvarlegasta sem upp hafi komið síðan lýðræði var innleitt í landinu árið 1983. „Við getum verið ósammála, við getum deilt um hluti í grundvallaratriðum. En hatursorðræða má ekki lýðast vegna þess að hún leiðir til ofbeldis og ofbeldi getur ekki haldist í hendur við lýðræði,“ sagði Fernandez. Þá lýsti hann því yfir að í dag, föstudag, fengju allir Argentínumenn sem það vildu frí frá skyldum sínum til þess að lýsa yfir stuðningi við lýðræði, lífið og varaforsetann. Á myndbandi má sjá manninn beina skammbyssunni að höfði varaforsetans og reyna að taka í gikkinn en mistakast. Undanfarna daga hafa hundruð safnast saman fyrir utan heimili varaforsetans til að lýsa yfir stuðningi við hana vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir. De Kirchner er sökuð um spillingu með því að hafa nýtt sér stöðu sína þegar hún var forseti árin 2007 til 2015. Hún hafi gert það með því að veita aðilum tengdum sér opinber verkefni í heimahéraði sínu Patagonia. Verði de Kirchner sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tólf ára dóm og ævilangt bann úr stjórnmálum. Þar sem de Kirchner er forseti öldungadeildar þingsins nýtur hún þingfriðhelgi og þyrfti því ekki að afplána dóminn í fangelsi nema Hæstiréttur Argentínu dæmi hana til fangelsisvistar eða hún missi sæti sitt á þingi í næstu kosningum, sem fara fram í árslok 2023. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem de Kirchner hefur verið sótt til saka fyrir spillingu í kjölfar forsetatíðar hennar. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði.
Argentína Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira