Bandaríski herinn skiptir út frægum þyrlum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 12:18 Bandaríski herinn vildi farartæki sem gæti flutt minnst tólf hermenn fjögur hundruð kílómetra. V-280 á að geta það. Bell Forsvarsmenn bandaríska hersins gerðu í gær samkomulag við eigendur fyrirtækisins Bell um að skipta út öllum UH-60 Black Hawk þyrlum hersins. Bell mun samkvæmt samningnum framleiða frumgerð af farartækinu V-280, sem er nokkurs konar blendingur þyrlu og flugvélar, fyrir árið 2028. Reynist frumgerðin góð gæti 232 milljóna dala samningur orðið 7,1 milljarða dala samningu um framleiðslu fleiri V-280. Að endingu gæti herinn varið um sjötíu milljörðum dala, eða um tíu billjónum króna, í endurbæturnar, samkvæmt frétt miðilsins Defense One. Herinn hefur notast við UH-60 þyrlur frá Sikorsky frá áttunda áratug síðustu aldar en undanfarin ár hefur staðið yfir samkeppni milli fyrirtækja um það hvaða farartæki eigi að leysa þyrlurnar frægu af. Forsvarsmenn hersins vildu farartæki sem gæti flutt um tólf hermenn allt að fjögur hundruð sjómílur, eða um 740 kílómetra. Herinn hefur notast við hinar frægu UH-60 Black Hawk þyrlur frá áttunda áratug síðustu aldar.EPA/ROBERT GHEMENT V-280 getur tekið á loft eins og þyrla en þegar á loft er komið er hægt að snúa hreyflum farartækisins svo þeir snúa fram á við og fljúga því eins og flugvél. Þetta gerir flugmönnum kleift að fljúga V-280 mun lengra en hefðbundnum þyrlum. Hér að neðan má sjá myndband frá Bell þar sem farið er yfir getu og burði V-280. Sikorsky og Boeing unnu saman að þróun annarrar frumgerðar fyrir herinn. Sú þyrla kallast Defiant X. Flugher Bandaríkjanna opinberaði nýverið nýja gerð huldusprengjuvéla. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu en þær geta borið kjarnorkuvopn og eru hannaðar til að sjást ekki á ratsjám. Sjá einnig: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Nýju sprengjuvélarnar eru liður í nútímavæðingu kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna en nútímavæðing á sér einnig stað í öðrum hlutum herafla Bandaríkjanna, eins og hernum. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Reynist frumgerðin góð gæti 232 milljóna dala samningur orðið 7,1 milljarða dala samningu um framleiðslu fleiri V-280. Að endingu gæti herinn varið um sjötíu milljörðum dala, eða um tíu billjónum króna, í endurbæturnar, samkvæmt frétt miðilsins Defense One. Herinn hefur notast við UH-60 þyrlur frá Sikorsky frá áttunda áratug síðustu aldar en undanfarin ár hefur staðið yfir samkeppni milli fyrirtækja um það hvaða farartæki eigi að leysa þyrlurnar frægu af. Forsvarsmenn hersins vildu farartæki sem gæti flutt um tólf hermenn allt að fjögur hundruð sjómílur, eða um 740 kílómetra. Herinn hefur notast við hinar frægu UH-60 Black Hawk þyrlur frá áttunda áratug síðustu aldar.EPA/ROBERT GHEMENT V-280 getur tekið á loft eins og þyrla en þegar á loft er komið er hægt að snúa hreyflum farartækisins svo þeir snúa fram á við og fljúga því eins og flugvél. Þetta gerir flugmönnum kleift að fljúga V-280 mun lengra en hefðbundnum þyrlum. Hér að neðan má sjá myndband frá Bell þar sem farið er yfir getu og burði V-280. Sikorsky og Boeing unnu saman að þróun annarrar frumgerðar fyrir herinn. Sú þyrla kallast Defiant X. Flugher Bandaríkjanna opinberaði nýverið nýja gerð huldusprengjuvéla. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu en þær geta borið kjarnorkuvopn og eru hannaðar til að sjást ekki á ratsjám. Sjá einnig: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Nýju sprengjuvélarnar eru liður í nútímavæðingu kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna en nútímavæðing á sér einnig stað í öðrum hlutum herafla Bandaríkjanna, eins og hernum. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira