Fylgdust með skýjafari á Títani með hjálp Webb Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 22:00 Títan eins og hann kom fyrir sjónir James Webb-geimsjónaukans 4. nóvember. Vinstri myndin var tekin með síu sem er næm fyrir ljósi frá neðri lögum lofthjúpsins. Sú til hægri er samsett úr þremur litasíum. NASA, ESA, CSA, Webb Titan GTO Team Langþráðar myndir James Webb-geimsjónaukans af Títani, stærsta tungli Satúrnusar, gerðu stjörnufræðingum kleift að fylgjast með þróun skýja í lofthjúpi hans í síðasta mánuði. Athugarnirnar eru í samræmi við loftslagslíkön sem spáðu fyrir um að ský gætu hæglega myndast á þessum tíma árs. Títan er eina tungl sólkerfisins sem er með þykkan lofthjúp. Mistrið sem umlykur hnöttinn er raunar svo þykkt að sýnilegt ljós berst ekki frá yfirborðinu. Aðstæður þar eru einstæðar í sólkerfinu en Títan er eini staðurinn utan jarðarinnar þar sem ár, vötn og höf er að finna. Það er þó ekki fljótandi vatn sem rennur um yfirborðs Títans heldur kolvetni eins og metan og etan. Gaddurinn þar í ytra sólkerfinu, um180 gráðu frost, þýðir að „bergið“ sem kolvetnin rennur yfir er í raun kirfilega frosið vatn. Þó að Cassini-geimfarið sem var á braut um Satúrnus í þrettán ár hafi náð að píra í gegnum lofthjúp Títans fyrr á þessari öld hafa vísindamenn beðið spenntir eftir fyrstu myndum James Webb-geimsjónaukans, sem var skotið á loft fyrr á þessu ári. Þær bárust í janúar og birtu vísindamennirnir nokrkar þeirra í gær. Webb-sjónaukinn er næmur fyrir innrauðu ljósi sem kemst í gegnum lofthjúpinn. Þegar stjörnufræðingarnir fóru yfir myndirnar komu þeir fljótt auga á tvo bjarta bletti yfir norðurhveli Títans sem líktust stórum skýjum. Tölvulíkön af loftslagi Títans hafa lengi bent til þess að ský gætu auðveldlega myndast í lofthjúpi tunglsins yfir miðju norðurhvelinu síðla sumarsins þar þegar sólin vermir yfirborðið, að því er segir í bloggfærslu vísindahópsins sem stóð að athugununum á vefsíðu NASA. Myndir Webb af Títan með skýringartexta. á Myndinni til vinstri sjást tvö ský á norðurhveli og bjart mistur við suðurpólinn. Á myndinni til hægri sjást skýin einnig. Nærri skýi A sést móta fyrir Kraken Mare sem er talið vera metanhaf. Belet er svæði dökkleitra sandalda en Adiri er yfirborðssvæði sem endurvarpar miklu ljósi.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI)/Webb Titan GTO Team Fylgdu skýjunum eftir með sjónauka á jörðu niðri Stjörnufræðingarnir töldu mikilvægt að nýta tækifærið og fylgjast með hvort að skýin færðust til eða breyttu um lögun því það gæti veitt þeim upplýsingar um loftflæði í lofthjúpnum. Því höfðu þeir hraðar hendur og óskuðu eftir framhaldsrannsóknum með Keck-sjónaukanum á Havaí. „Við höfðum áhyggjur af því að skýin yrðu horfin þegar við kíktum á Títan tveimur dögum síðar með Keck en okkur til ánægju voru skýin enn á sama stað og litu út fyrir að hafa breytt um lögun,“ segir Imke de Pater frá Kaliforníuháskóla í Berkeley. Ekki var hægt að slá því föstu að skýin sem Webb sá og þau sem Keck kom auga á væru þau sömu. Athuganirnar staðfestu þó að árstíðarbundin veðurkerfi sé að finna á Títani. Mynd Webb til vinstri og mynd Keck-sjónaukans sem var tekin tveimur dögum síðar. Hægt er að sjá hvernig skýin á norðurhveli breytast. Skýið merkt B er annað hvort að brotna upp eða hverfa á bak við brún tunglsins en ský A virðist snúast í átt að sjónaukanum..Ölduhaf Belet sést einnig um Títan miðjan.NASA, ESA, CSA, W. M. Keck Observatory, A. Pagan (STScI). Scienc Frekari mælingar væntanlegar með vorinu Webb gerði einnig litrófsmælingar á Títan sem ekki er hægt að gera frá jörðinni en eftir á að greina þau gögn. Með þeim vonast vísindamennirnir til þess að kanna frekar efnasamsetningu neðri laga lofthjúpsins og yfirborðsins nákvæmar en hægt var að gera með Cassini-könnunarfarinu. Þeim leikur meðal annars forvitni að vita hvað veldur afar björtu fyrirbæri yfir suðurpól tunglsins. Enn frekari gögn um Títan frá Webb eru væntanleg með vorinu eða byrjun sumars. Þau gætu varpað ljósi á gastegundir í lofthjúpnum og hvers vegna Títan er eina tunglið í sólkerfinu með þykkt andrúmsloft. Til lengri tíma litið er bandaríska geimvísindastofnunin NASA með áform um að senda þyrludróna til Títans. Drekafluguleiðangurinn svonefndi verður aðeins annað geimfarið ti þess að heimsækja tunglið á eftir Huygens-lendingarfarinu sem Cassini sendi niður í lofthjúpinn árið 2005. Leiðangurinn á ekki að hefjast fyrr en árið 2026 og kæmi geimfarið ekki að Títani fyrr en árið 2034 jafnvel þó að allt gengi eftir áætlun. Drekaflugan á að rannsaka lofthjúpinn, lífræn efnasambönd í honum, yfirborð tunglsins og fljótandi efni þar. Geimurinn Vísindi Tækni Satúrnus James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Títan er eina tungl sólkerfisins sem er með þykkan lofthjúp. Mistrið sem umlykur hnöttinn er raunar svo þykkt að sýnilegt ljós berst ekki frá yfirborðinu. Aðstæður þar eru einstæðar í sólkerfinu en Títan er eini staðurinn utan jarðarinnar þar sem ár, vötn og höf er að finna. Það er þó ekki fljótandi vatn sem rennur um yfirborðs Títans heldur kolvetni eins og metan og etan. Gaddurinn þar í ytra sólkerfinu, um180 gráðu frost, þýðir að „bergið“ sem kolvetnin rennur yfir er í raun kirfilega frosið vatn. Þó að Cassini-geimfarið sem var á braut um Satúrnus í þrettán ár hafi náð að píra í gegnum lofthjúp Títans fyrr á þessari öld hafa vísindamenn beðið spenntir eftir fyrstu myndum James Webb-geimsjónaukans, sem var skotið á loft fyrr á þessu ári. Þær bárust í janúar og birtu vísindamennirnir nokrkar þeirra í gær. Webb-sjónaukinn er næmur fyrir innrauðu ljósi sem kemst í gegnum lofthjúpinn. Þegar stjörnufræðingarnir fóru yfir myndirnar komu þeir fljótt auga á tvo bjarta bletti yfir norðurhveli Títans sem líktust stórum skýjum. Tölvulíkön af loftslagi Títans hafa lengi bent til þess að ský gætu auðveldlega myndast í lofthjúpi tunglsins yfir miðju norðurhvelinu síðla sumarsins þar þegar sólin vermir yfirborðið, að því er segir í bloggfærslu vísindahópsins sem stóð að athugununum á vefsíðu NASA. Myndir Webb af Títan með skýringartexta. á Myndinni til vinstri sjást tvö ský á norðurhveli og bjart mistur við suðurpólinn. Á myndinni til hægri sjást skýin einnig. Nærri skýi A sést móta fyrir Kraken Mare sem er talið vera metanhaf. Belet er svæði dökkleitra sandalda en Adiri er yfirborðssvæði sem endurvarpar miklu ljósi.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI)/Webb Titan GTO Team Fylgdu skýjunum eftir með sjónauka á jörðu niðri Stjörnufræðingarnir töldu mikilvægt að nýta tækifærið og fylgjast með hvort að skýin færðust til eða breyttu um lögun því það gæti veitt þeim upplýsingar um loftflæði í lofthjúpnum. Því höfðu þeir hraðar hendur og óskuðu eftir framhaldsrannsóknum með Keck-sjónaukanum á Havaí. „Við höfðum áhyggjur af því að skýin yrðu horfin þegar við kíktum á Títan tveimur dögum síðar með Keck en okkur til ánægju voru skýin enn á sama stað og litu út fyrir að hafa breytt um lögun,“ segir Imke de Pater frá Kaliforníuháskóla í Berkeley. Ekki var hægt að slá því föstu að skýin sem Webb sá og þau sem Keck kom auga á væru þau sömu. Athuganirnar staðfestu þó að árstíðarbundin veðurkerfi sé að finna á Títani. Mynd Webb til vinstri og mynd Keck-sjónaukans sem var tekin tveimur dögum síðar. Hægt er að sjá hvernig skýin á norðurhveli breytast. Skýið merkt B er annað hvort að brotna upp eða hverfa á bak við brún tunglsins en ský A virðist snúast í átt að sjónaukanum..Ölduhaf Belet sést einnig um Títan miðjan.NASA, ESA, CSA, W. M. Keck Observatory, A. Pagan (STScI). Scienc Frekari mælingar væntanlegar með vorinu Webb gerði einnig litrófsmælingar á Títan sem ekki er hægt að gera frá jörðinni en eftir á að greina þau gögn. Með þeim vonast vísindamennirnir til þess að kanna frekar efnasamsetningu neðri laga lofthjúpsins og yfirborðsins nákvæmar en hægt var að gera með Cassini-könnunarfarinu. Þeim leikur meðal annars forvitni að vita hvað veldur afar björtu fyrirbæri yfir suðurpól tunglsins. Enn frekari gögn um Títan frá Webb eru væntanleg með vorinu eða byrjun sumars. Þau gætu varpað ljósi á gastegundir í lofthjúpnum og hvers vegna Títan er eina tunglið í sólkerfinu með þykkt andrúmsloft. Til lengri tíma litið er bandaríska geimvísindastofnunin NASA með áform um að senda þyrludróna til Títans. Drekafluguleiðangurinn svonefndi verður aðeins annað geimfarið ti þess að heimsækja tunglið á eftir Huygens-lendingarfarinu sem Cassini sendi niður í lofthjúpinn árið 2005. Leiðangurinn á ekki að hefjast fyrr en árið 2026 og kæmi geimfarið ekki að Títani fyrr en árið 2034 jafnvel þó að allt gengi eftir áætlun. Drekaflugan á að rannsaka lofthjúpinn, lífræn efnasambönd í honum, yfirborð tunglsins og fljótandi efni þar.
Geimurinn Vísindi Tækni Satúrnus James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15