Kláfur sé fyrst og fremst aðgengismál Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. desember 2022 21:01 Einar segir að einungis sé verið að skoða málin. Engin ákvörðun hafi verið tekin. Arnar Halldórsson Borgarráð hefur samþykkt að skoða að setja upp Kláf í Esjuhlíðum. Formaður borgarráðs segir málið fyrst og fremst aðgengismál en að í hugmyndinni felist einnig tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er gömul hugmynd. Hún kom fyrst til borgarinnar, erindi um að fá að setja upp kláf, frá áhugasömum aðilum árið 2013 eða 2014. Það mál náði ekki fram að ganga á þessum tíma. Þessir aðilar hafa verið að vinna að þessari hugmynd áfram, stunda veðurfarsrannsóknir og annað,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Og nú hefur umhverfis- og skipulagssviði verið falið að taka málið til meðferðar. Einar segir þörf á umhverfismati og samráði við íbúa og hagaðila. Í samþykkt borgarráðs frá því í morgun felist engin yfirlýsing af hálfu borgarinnar um að af verkefninu verði. Einungis sé verið að skoða málin. „En það er alveg ljóst að mínu mati að það eru mikil tækifæri sem gætu falist í þessu fyrir ferðaþjónustu en ekki síst fyrir fatlaða og eldri borgara. Það eiga allir að geta nýtt Esjuna. Þar ofan á henni er mikið og fallegt útivistarsvæði þannig að það eru ýmsir kostir en líka einhverjir gallar. Nú ætlum við bara að rýna málið og vinna það vel.“ Óljóst er hvernig kláfurinn gæti komið til með að líta út á Esjunni en hægt er að sjá fyrir sér eitthvað í líkingu við grafíkina sem sést í sjónvarpsfréttinni. Níutíu og níu blaðsíðna bunki fylgdi tillögunni sem finna má í fundargerð borgarráðs. Ef af hugmyndinni verður fer verkið í útboðsferli. Einar segir að engin fjárhagsleg skuldbinding verði af hálfu borgarinnar. „Það eru þeir aðilar sem kæmu að rekstri farþegaferjunnar þarna upp sem myndu axla alla fjárhagslega áhættu af þessu verkefni. Borgin kemur ekki neitt að þessu fjárhagslega.“ Esjan Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Þetta er gömul hugmynd. Hún kom fyrst til borgarinnar, erindi um að fá að setja upp kláf, frá áhugasömum aðilum árið 2013 eða 2014. Það mál náði ekki fram að ganga á þessum tíma. Þessir aðilar hafa verið að vinna að þessari hugmynd áfram, stunda veðurfarsrannsóknir og annað,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Og nú hefur umhverfis- og skipulagssviði verið falið að taka málið til meðferðar. Einar segir þörf á umhverfismati og samráði við íbúa og hagaðila. Í samþykkt borgarráðs frá því í morgun felist engin yfirlýsing af hálfu borgarinnar um að af verkefninu verði. Einungis sé verið að skoða málin. „En það er alveg ljóst að mínu mati að það eru mikil tækifæri sem gætu falist í þessu fyrir ferðaþjónustu en ekki síst fyrir fatlaða og eldri borgara. Það eiga allir að geta nýtt Esjuna. Þar ofan á henni er mikið og fallegt útivistarsvæði þannig að það eru ýmsir kostir en líka einhverjir gallar. Nú ætlum við bara að rýna málið og vinna það vel.“ Óljóst er hvernig kláfurinn gæti komið til með að líta út á Esjunni en hægt er að sjá fyrir sér eitthvað í líkingu við grafíkina sem sést í sjónvarpsfréttinni. Níutíu og níu blaðsíðna bunki fylgdi tillögunni sem finna má í fundargerð borgarráðs. Ef af hugmyndinni verður fer verkið í útboðsferli. Einar segir að engin fjárhagsleg skuldbinding verði af hálfu borgarinnar. „Það eru þeir aðilar sem kæmu að rekstri farþegaferjunnar þarna upp sem myndu axla alla fjárhagslega áhættu af þessu verkefni. Borgin kemur ekki neitt að þessu fjárhagslega.“
Esjan Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira