Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.
Ástæða fjölgunarinnar er sagður langur biðtími eftir aðgerðum hér heima.
Meðal þeirra umsókna sem þegar hafa borist eru 128 vegna efnaskiptaaðgerða, það er að segja aðgerða vegna offitu, 30 umsóknir vegna liðskipta á mjöðm, 28 umsóknir vegna liðskipta á hné og 29 umsóknir vegna annarra meðferðarflokka.
„Umtalsverð aukning hefur orðið á hverju ári og svo er einnig í ár. Þegar biðlistar innanlands lengjast má gera ráð fyrir því að fleiri sæki um meðferð erlendis. Í áætlunum sínum gera SÍ ráð fyrir áframhaldandi verulegri aukningu í þessum málaflokki, að því gefnu að ekki verði unniðábiðlistum,” sagði í svari SÍ við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Flestir sem fara erlendis í aðgerðir fara til Svíþjóðar og þar á eftir koma hin Norðurlöndin.
Við mat á umsóknunum er meðal annars horft til þess hvort biðtíminn hér heima sé ásættanlegur.
„Stundum getur bið verið læknisfræðilega ásættanleg, jafnvel þó að farið hafi verið yfir 90 daga viðmið embættis landlæknis, og þá virkjast ekki réttur til þess að leita erlendis á grundvelli biðtíma.”