Erlent

Merkel segist hafa skort vald til að hafa áhrif á Pútín

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Það fór vel á með Merkel og Pútín á ráðstefnu í Berlín í janúar 2020, að minnsta kosti fyrir framan myndavélarnar.
Það fór vel á með Merkel og Pútín á ráðstefnu í Berlín í janúar 2020, að minnsta kosti fyrir framan myndavélarnar. epa/Hayoung Jeon

Angela Merkel fyrrverandi kanslari Þýskalands segist í nýju viðtali hafa skort vald til að hafa áhrif á Vladimír Pútín Rússlandsforseta síðustu ár sín í embætti.

Merkel, sem nýlega lét af embætti og er talin einn áhrifamesti stjórnmálamaður síðustu áratuga hefur í framhaldi af innrás Rússa í Úkraínu sætt nokkurri gagnrýni fyrir þjónkun við Pútín síðustu árin.

Í viðtali við Spiegel í Þýskalandi segist hún hafa reynt að koma á viðræðum á milli hennar, Pútíns og Macron Frakklandsforseta sumarið 2021 en án árangurs. Merkel segir að eftir að ljóst varð að hún væri á útleið úr stjórrnmálum hafi hún misst allt vald í augum Pútíns.

Merkel tilkynnti um það í október 2018 að hún myndi hætta sem kanslari í lok árs 2021. Hún bætir við að vald skipti öllu máli fyrir honum og því hafi geta hennar til að grípa inn í atburðarrásina stórminnkað um leið og ljóst var að hún ætlaði að hætta í stjórnmálum.

Til marks um þetta bendir hún á síðasta fundinn sem hún átti með Pútín í Moskvu í ágúst 2021. Þá hafi Pútín mætt til fundar ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra sínum, en fram að því höfðu allir þeirra fundir verið aðeins verið á milli þeirra tveggja.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×