Fjörutíu og níu dæmdir til dauða fyrir múgæðisaftöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2022 07:11 Fleiri en 90 létust í eldunum og fjöldi heimila brann. epa/STR Fjörutíu og níu einstaklingar hafa verið dæmdir til dauða í Alsír fyrir að hafa tekið þátt í múgæðisaftöku árið 2021. Fórnarlambið var listamaður sem hugðist aðstoða við að slökkva gróðureld en var myrtur þegar múgurinn ákvað að hann hefði kveikt eldinn. Morðið átti sér stað í Kabyle-héraðinu í norðausturhluta Alsír. Það vakti mikla athygli og reiði þegar myndskeiðum af því komust í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þegar morðið átti sér stað höfðu tugir látist í gróðureldum, þeirra á meðal hermenn sem voru kallaðir út til að berjast við eldana. Yfir 100 manns voru sóttir til saka vegna dauða Djamel Ben Ismail og margir fundnir sekir. Þeir sem voru dæmdir til dauða munu að öllum líkindum verja ævinni í fangelsi, þar sem stjórnvöld ákváðu fyrir mörgum áratugum að hætta aftökum. Þegar eldarnir geisuðu í ágúst 2021 tísti Ben Ismail að hann hygðist ferðast 320 kílómetra frá heimili sínu til að taka þátt í að slökkva eldana. Þegar hann kom til þorpsins Larbaa Nath Irathen sökuðu íbúar hann hins vegar um að hafa kveikt eldana, að því er virðist vegna þess að hann var aðkomumaður. Listamaðurinn leitaði skjóls á lögreglustöð en var dreginn út af íbúum. Meðal þeirra sem voru fundnir sekir um morðið á Ben Ismail voru maður og konur sem stungu hann, áður en kveikt var í honum. Þess ber að geta að meðal þeirra sem voru dæmdir fyrir morðið voru einstaklingar sem voru einnig fundnir sekir um að tilheyra hreyfingu aðskilnaðarsinna í Kabyle. Meðal þeirra var leiðtogi hreyfingarinnar, sem dvelur nú í Frakklandi. Yfirvöld í Alsír hafa sakað hreyfinguna um að hafa kveikt eldana. Alsír Dauðarefsingar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Morðið átti sér stað í Kabyle-héraðinu í norðausturhluta Alsír. Það vakti mikla athygli og reiði þegar myndskeiðum af því komust í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þegar morðið átti sér stað höfðu tugir látist í gróðureldum, þeirra á meðal hermenn sem voru kallaðir út til að berjast við eldana. Yfir 100 manns voru sóttir til saka vegna dauða Djamel Ben Ismail og margir fundnir sekir. Þeir sem voru dæmdir til dauða munu að öllum líkindum verja ævinni í fangelsi, þar sem stjórnvöld ákváðu fyrir mörgum áratugum að hætta aftökum. Þegar eldarnir geisuðu í ágúst 2021 tísti Ben Ismail að hann hygðist ferðast 320 kílómetra frá heimili sínu til að taka þátt í að slökkva eldana. Þegar hann kom til þorpsins Larbaa Nath Irathen sökuðu íbúar hann hins vegar um að hafa kveikt eldana, að því er virðist vegna þess að hann var aðkomumaður. Listamaðurinn leitaði skjóls á lögreglustöð en var dreginn út af íbúum. Meðal þeirra sem voru fundnir sekir um morðið á Ben Ismail voru maður og konur sem stungu hann, áður en kveikt var í honum. Þess ber að geta að meðal þeirra sem voru dæmdir fyrir morðið voru einstaklingar sem voru einnig fundnir sekir um að tilheyra hreyfingu aðskilnaðarsinna í Kabyle. Meðal þeirra var leiðtogi hreyfingarinnar, sem dvelur nú í Frakklandi. Yfirvöld í Alsír hafa sakað hreyfinguna um að hafa kveikt eldana.
Alsír Dauðarefsingar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira