Fyrrverandi dýrasti leikmaður Liverpool látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 10:30 David Johnson átti mjög góð og sigursæl ár hjá Liverpool. Getty/Peter Robinson/ Liverpool missti einn úr fjölskyldunni í gær. David Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann var 71 árs gamall. Liverpool minntist leikmannsins í gær og það gerðu leikmenn eins og Kenny Dalglish líka. „Sorglega fréttir með Doc. David var mjög vinsæll í klefanum. Virkilega góður gæi og samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hvíldu í friði Doc. YNWA,“ skrifaði Kenny Dalglish. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Johnson skoraði 78 mörk í 213 leikjum á sex tímabilum sínum á Anfield. Hann skoraði einnig sex mörk í átta landsleikjum fyrir Englendinga. Everton minntist leikmannsins líka en David Johnson byrjaði feril sinn á Goodison Park og náði meðal annars að skora í nágrannaslagnum á móti Liverpool árið 1971. Níu árum síðar skoraði hann fyrir Liverpool á móti Everton. Terrible news being broken this morning that David Johnson has passed away.'The Doc' won it all at Anfield, with the 1981 European Cup Final being a highlight of his career.He's also one of the few players to have represented both Merseyside clubs.RIP #YNWA pic.twitter.com/VwYJMDaLYq— Empire of the Kop (@empireofthekop) November 23, 2022 Johnson fór frá Everton til Ipswich en Liverpool keypti hann síðan árið 1976 fyrir tvö hundruð þúsund pund. Hann varð þá dýrasti leikmaður félagsins. Johnson varð þrisvar enskur meistari með Liverpool og varð einnig Evrópumeistari meistaraliða með félaginu árið 1981. Hann missti hins vegar sæti sitt í liðinu þegar Ian Rush skaust upp á stjörnuhimininn. Johnson endaði á að fara frá Liverpool og semja við Everton árið 1982. Hann spilaði seinna fyrir Barnsley, Manchester City og á endanum sem spilandi stjóri hjá Barrow áður en skórnir fóru upp á hillu árið 1986. David Johnson with a cracking strike to seal the title at Anfield in 1980...Leagues European Cups League Cup Super Cup 213 games 78 goals 27 assistsLiverpool Legend pic.twitter.com/r9sh4fYcgK— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) November 23, 2022 Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Liverpool minntist leikmannsins í gær og það gerðu leikmenn eins og Kenny Dalglish líka. „Sorglega fréttir með Doc. David var mjög vinsæll í klefanum. Virkilega góður gæi og samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hvíldu í friði Doc. YNWA,“ skrifaði Kenny Dalglish. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Johnson skoraði 78 mörk í 213 leikjum á sex tímabilum sínum á Anfield. Hann skoraði einnig sex mörk í átta landsleikjum fyrir Englendinga. Everton minntist leikmannsins líka en David Johnson byrjaði feril sinn á Goodison Park og náði meðal annars að skora í nágrannaslagnum á móti Liverpool árið 1971. Níu árum síðar skoraði hann fyrir Liverpool á móti Everton. Terrible news being broken this morning that David Johnson has passed away.'The Doc' won it all at Anfield, with the 1981 European Cup Final being a highlight of his career.He's also one of the few players to have represented both Merseyside clubs.RIP #YNWA pic.twitter.com/VwYJMDaLYq— Empire of the Kop (@empireofthekop) November 23, 2022 Johnson fór frá Everton til Ipswich en Liverpool keypti hann síðan árið 1976 fyrir tvö hundruð þúsund pund. Hann varð þá dýrasti leikmaður félagsins. Johnson varð þrisvar enskur meistari með Liverpool og varð einnig Evrópumeistari meistaraliða með félaginu árið 1981. Hann missti hins vegar sæti sitt í liðinu þegar Ian Rush skaust upp á stjörnuhimininn. Johnson endaði á að fara frá Liverpool og semja við Everton árið 1982. Hann spilaði seinna fyrir Barnsley, Manchester City og á endanum sem spilandi stjóri hjá Barrow áður en skórnir fóru upp á hillu árið 1986. David Johnson with a cracking strike to seal the title at Anfield in 1980...Leagues European Cups League Cup Super Cup 213 games 78 goals 27 assistsLiverpool Legend pic.twitter.com/r9sh4fYcgK— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) November 23, 2022
Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira