Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 11:59 Tveir synir Hebe de Bonafini hurfu í tíð herforingjastjórnarinnar og aldrei spurðist til þeirra aftur. Hún tók höndum saman við hóp mæðra í sömu stöðu og hóf vikuleg mótmæli sem vöktu heimsathygli. AP/Jorge Saenz Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. Hebe de Bonafini var ein þrettán kvenna sem hófu vikuleg mótmæli á Maítorgi fyrir utan forsetahöllina í Buenos Aires til þess að krefjast þess að herforingjastjórnin skilaði börnum þeirra sem öryggissveitir höfðu numið á brott í maí árið 1977. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Tveir synir Bonafini fundust aldrei og eru taldir hafa verið myrtir af stjórnvöldum. Öryggissveitir tvístruðu fyrstu mótmælunum og rændu og myrtu Azucenu Villaflor, fyrsta leiðtoga þeirra, Þrátt fyrir það óx mótmælunum ásmegin. Konurnar tóku upp á því að vefja taubleyjum um höfuðið til merkis um horfin börn þeirra og hvítir klútar urðu að einkennistákni hreyfingarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alberto Fernández, forseti Argentínu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna dauða Bonafini sem hann lýsti sem baráttukonu sem unni sér aldrei hvíldar. Bonafini var þó ekki óumdeild. Eftir að herforingjastjórnin lagði upp laupana árið 1983 héldu mótmælin áfram og var hún í fararbroddi róttækari hreyfingar sem barðist fyrir kerfisbreytingum. Hún lýsti meðal annars yfir ánægju með hryðjuverkin í New York árið 2001 vegna hernaðaraðgerða vesturlanda. Þá sagði hún að Jóhannes Páll páfi annar færi til helvítis þar sem hann væri bersyndugur. Argentína Mannréttindi Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Hebe de Bonafini var ein þrettán kvenna sem hófu vikuleg mótmæli á Maítorgi fyrir utan forsetahöllina í Buenos Aires til þess að krefjast þess að herforingjastjórnin skilaði börnum þeirra sem öryggissveitir höfðu numið á brott í maí árið 1977. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Tveir synir Bonafini fundust aldrei og eru taldir hafa verið myrtir af stjórnvöldum. Öryggissveitir tvístruðu fyrstu mótmælunum og rændu og myrtu Azucenu Villaflor, fyrsta leiðtoga þeirra, Þrátt fyrir það óx mótmælunum ásmegin. Konurnar tóku upp á því að vefja taubleyjum um höfuðið til merkis um horfin börn þeirra og hvítir klútar urðu að einkennistákni hreyfingarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alberto Fernández, forseti Argentínu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna dauða Bonafini sem hann lýsti sem baráttukonu sem unni sér aldrei hvíldar. Bonafini var þó ekki óumdeild. Eftir að herforingjastjórnin lagði upp laupana árið 1983 héldu mótmælin áfram og var hún í fararbroddi róttækari hreyfingar sem barðist fyrir kerfisbreytingum. Hún lýsti meðal annars yfir ánægju með hryðjuverkin í New York árið 2001 vegna hernaðaraðgerða vesturlanda. Þá sagði hún að Jóhannes Páll páfi annar færi til helvítis þar sem hann væri bersyndugur.
Argentína Mannréttindi Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira