Erlent

Fjöl­mörg skóla­börn í hópi látinna í Indónesíu

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi og mældist 5,6 að stærð.
Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi og mældist 5,6 að stærð. AP

Fjölmörg skólabörn eru í hópi látinna eftir að mikill jarðskjálfti varð á indónesísku eyjunni Jövu í gær. Börnin voru stödd í skólum sem hrundu til grunna þegar skjálftinn reið yfir.

Talsmaður yfirvalda í Cianjur-héraði segir að tala látinna sé nú komin í 252 og að 151 sé enn saknað. Líklegt þykir að tölurnar eigi eftir að hækka. Staðfest er að á annað þúsund manns slösuðust í skjálftanum.

Henri Alfiandi, talsmaður yfirvalda, segir að flest hinna látnu hafi verið börn á skólaaldri þar sem skjálftinn hafi riðið yfir þegar klukkan var 13 og börn voru í skóla.

Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi og mældist 5,6 að stærð. Upptökin voru á fjallasvæði og framkallaði skjálftinn mikinn fjölda aurskriða sem sumar hverjar kaffærðu heilu þorpin nærri borginni Cianjur á vesturhluta Jövu.

Í frétt BBC er haft eftir talsmanni yfirvalda að á þriðja þúsund heimila hafi gjöreyðilagst í skjálftanum og að rúmlega 13 þúsund manns hafi verið gert að yfirgefa heimili sín.


Tengdar fréttir

Fjöldi látinna orðinn 162

Fjöldi látinna eftir jarðskjálftann í Indónesíu er nú orðinn 162. Rúmlega tvö hundruð manns eru slasaðir en þrettán þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Enn er tugi manna saknað.

Mannskæður skjálfti í Indónesíu

Minnst 46 eru sagðir hafa dáið og minnst sjö hundruð eru slasaðir eftir að sterkur skjálfti skók eyjuna Jövu í Indónesíu í morgun. Tugir bygginga munu hafa skemmst í skjálftanum og íbúar Jakarta, höfuðborgar Indónesíu flúðu út á götu í massavís.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×