Erlent

Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði

Ólafur Björn Sverrisson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Svandís Svavarsdóttir í pontu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðana í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag.
Svandís Svavarsdóttir í pontu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðana í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag. Vísir/Getty

Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 

Nær þrjátíu ára bið þróunarríkja, sem verða hvað verst úti vegna loftslagsbreytinga, virðist þannig á enda. En vestrænir leiðtogar eru margir afar vonsviknir með klausur um jarðefnaeldsneyti og markmið um hnattræna hlýnun, þ.e. að halda henni innan einnar og hálfrar gráðu.

„Það tókst ekki að herða á því orðalagi, sem hefði skipt mjög miklu máli. Vegna þess að við verðum að vinna á þeim endanum, við verðum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda því annars munu áföllin bara verða stærri,“ segir Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra í samtali við fréttastofu.

Hún segir textann sem allar þjóðir Sameinuðu þjóðanna hafi sætt sig við vera útvatnaðan.

„Það voru vonbrigði að þessi texti var ekki einu sinni jafn sterkur og í Glasgow fyrir ári,“ segir Svandís og vísar þar til samkomulags frá sömu loftlagsráðstefnu í fyrra.

Frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Sam­staða náðist um lofts­lags­ham­fara­sjóð

Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×