Innlent

Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bankastræti Club var vettvangur árásarinnar.
Bankastræti Club var vettvangur árásarinnar. Vísir/Vilhelm

Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Hann segir stöðuna hreinlega mjög slæma. Dæmi séu um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengjum hafi verið kastað í hús, sem skapi hættu fyrir almenning.

Frá því í gær hafa sex verið handteknir í tengslum við málið, þar af gaf einn sig sjálfur fram, og því alls tuttugu verið handteknir. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir þremur hinum nýhandteknu en í gær höfðu níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. 

Á þriðja tug manna réðust inn á skemmtistaðinn á fimmtudagskvöld og þrír lágu eftir með stungusár. Einum af þeim sex sem handteknir voru í gær og í dag hefur verið sleppt úr haldi.


Tengdar fréttir

Taldir hafa flúið land

Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og nótt í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, þar af ein kona. Alls hafa því átján verið handteknir í tengslum við rannsóknina en níu úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Fjórir til viðbótar í gæsluvarðhald og rúmlega tíu í felum

Þeir fjórir sem lögregla handtók í nótt í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás sem var gerð á Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld voru rétt í þessu úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Alls eru nú níu í gæsluvarðhaldi en lögregla hefur sleppt hinum fimm sem hún hefur handtekið við rannsóknina úr haldi. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×