Innlent

„Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Útgerðarmenn segja stjórnvöld hindra stefnumótun og þróun greinarinnar.
Útgerðarmenn segja stjórnvöld hindra stefnumótun og þróun greinarinnar. Vísir/Vilhelm

„Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn, það er bara þannig,“ segir Daði Hjálmarsson, útgerðarstjóri KG Fiskverkunar og stjórnarmaður í stjórn Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi.

Daði ræddi við Fréttablaðið um niðurstöður nýrrar rannsóknar Kristjáns Vigfússonar, kennara við Háskólann í Reykajvík, sem birtist í tímaritinu Marine Policy.

Samkvæmt rannsókninni segja útgerðarmenn háværa og neikvæða pólitíska umræðu um sjávarútveg, og þar með óvissa um framtíð greinarinnar, hafa mikil og vond áhrif á það hvernig þeir upplifa starfsumhverfi sitt.

Daði tekur undir þetta og segist tengja við niðurstöðurnar.

„Mér finnst umræða um að kerfið sé óréttlátt vera mjög vitlaus. Ég lendi oft í að þá er verið að vísa til einhvers sem gerðist löngu áður en ég fæddist,“ segir hann.

Daði vandar fjölmiðlum heldur ekki kveðjurnar og segir þá apa staðreyndir eftir stjórnmálamönnum án þess að kanna staðreyndir. Þá segir hann „spillingarpotta“ stjórnmálamanna, sértækan byggðakvóta, virka öfugt og skaða orðspor greinarinnar.

Sjálfur segir Kristján, höfundur rannsóknarinnar, að það sem hafi komið honum mest á óvart væri hversu mikill tími og orka færi í það hjá æðstu stjórnendum að takast á við stjórnvöld og bregðast við pólitískri umræðu í fjölmiðlum.

„Einnig finnst mér áhugavert hvernig skortur á framtíðarsýn stjórnvalda og getuleysi til að ná sátt um sjávarútveginn hefur áhrif á greinina og viðheldur sífelldum átökum sem ekki sér fyrir endann á,“ segir hann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.