Artemis-1 loks á leið til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 08:29 Artemis-1 á leið til tunglsins. NASA/Bill Ingalls Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. Um ómannaða geimferð er að ræða og á hún að taka um 26 daga. Í þann tíma verður geimfarið á sporbraut um tunglið áður en því verður flogið aftur til jarðarinnar. Þetta er fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar sem snýr að því að lenda mönnum aftur á tunglinu og koma þar upp bækistöð til að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA horfir lengra út í geim Í spilaranum hér að neðan má sjá geimskotið í morgun. When we go, we go together.The #Artemis team wants to thank everyone who helped us along the way toward the first launch of the @NASA_SLS rocket and @NASA_Orion. pic.twitter.com/9dBSBzQ6wI— NASA Artemis (@NASAArtemis) November 16, 2022 Þegar þetta er skrifað nýfarið af braut um jörðu og á leið til tunglsins. Geimfarið var sent í kringum jörðina til að safna hraða fyrir ferðina til tunglsins. Sólarrafhlöður Orion-geimfarsins eru virkar og virkar geimfarið vel, samkvæmt upplýsingum á vef NASA. Moonbound! #Artemis I has completed its trans-lunar injection, a propulsive maneuver that accelerates the @NASA_Orion spacecraft to more than 22,600 mph (36,370 kph) and propels it on its path to the Moon. pic.twitter.com/1YMedHnJwH— NASA (@NASA) November 16, 2022 Artemis-1 snýr ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Hér að neðan má sjá ítarlegt myndband þar sem farið er yfir verkefnið. Orion-geimfarið er búið mörgum myndavélum sem eiga að fanga ferðalagið og myndefni af tunglinu. Vísindamenn og verkfræðingar NASA munu einnig nota myndavélarnar til að fylgjast með geimfarinu og ástandi þess. Þá er myndavél á enda allra fjögurra sólarrafhlaða Orion en hægt er að nota þær til að fanga umhverfi geimfarsins, jörðina og tunglið á mynd. Gestir fylgjast með geimskotinu í Flórída í morgun.NASA/Bill Ingalls Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Um ómannaða geimferð er að ræða og á hún að taka um 26 daga. Í þann tíma verður geimfarið á sporbraut um tunglið áður en því verður flogið aftur til jarðarinnar. Þetta er fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar sem snýr að því að lenda mönnum aftur á tunglinu og koma þar upp bækistöð til að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA horfir lengra út í geim Í spilaranum hér að neðan má sjá geimskotið í morgun. When we go, we go together.The #Artemis team wants to thank everyone who helped us along the way toward the first launch of the @NASA_SLS rocket and @NASA_Orion. pic.twitter.com/9dBSBzQ6wI— NASA Artemis (@NASAArtemis) November 16, 2022 Þegar þetta er skrifað nýfarið af braut um jörðu og á leið til tunglsins. Geimfarið var sent í kringum jörðina til að safna hraða fyrir ferðina til tunglsins. Sólarrafhlöður Orion-geimfarsins eru virkar og virkar geimfarið vel, samkvæmt upplýsingum á vef NASA. Moonbound! #Artemis I has completed its trans-lunar injection, a propulsive maneuver that accelerates the @NASA_Orion spacecraft to more than 22,600 mph (36,370 kph) and propels it on its path to the Moon. pic.twitter.com/1YMedHnJwH— NASA (@NASA) November 16, 2022 Artemis-1 snýr ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Hér að neðan má sjá ítarlegt myndband þar sem farið er yfir verkefnið. Orion-geimfarið er búið mörgum myndavélum sem eiga að fanga ferðalagið og myndefni af tunglinu. Vísindamenn og verkfræðingar NASA munu einnig nota myndavélarnar til að fylgjast með geimfarinu og ástandi þess. Þá er myndavél á enda allra fjögurra sólarrafhlaða Orion en hægt er að nota þær til að fanga umhverfi geimfarsins, jörðina og tunglið á mynd. Gestir fylgjast með geimskotinu í Flórída í morgun.NASA/Bill Ingalls
Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira