Jóhann með á ný eftir ummælin um KSÍ: „Er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 15:30 Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði síðast þegar hann spilaði með landsliðinu en nú er Aron Einar Gunnarsson mættur aftur til leiks og tekinn við fyrirliðabandinu á ný. Getty/Alex Grimm „Það er gaman að koma aftur,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson sem er mættur aftur í slaginn með íslenska landsliðinu í fótbolta eftir langt hlé. Jóhann lék síðast landsleik gegn Þýskalandi í september í fyrra og bar þá fyrirliðabandið. Meiðsli og hætta á meiðslum hafa valdið því að hann hefur ekki spilað síðustu landsleiki, en í viðtali við 433.is fyrir rúmu ári síðan sagði hann jafnframt að óánægja með störf forystu KSÍ hefði einnig haft áhrif á þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér með landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson reyndi að telja honum hughvarf í fyrrahaust og fá hann aftur í landsliðið en þá var það án árangurs. Jóhann hefur hins vegar átt flott haust með Burnley sem er á toppi ensku B-deildarinnar og segir í viðtali við Facebook-síðu KSÍ að hann sé tilbúinn í að spila tvo landsleiki með þriggja daga millibili. Ísland mætir Litháen á morgun og spilar svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti á laugardaginn við Eistland eða Lettland, í Eystrasaltsbikarnum. Jóhann segir stefnuna setta á sigur í mótinu. „Það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið hálfleiðinlegir og það er alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað undir eins og hér í Baltic Cup. Við byrjum í undanúrslitum og viljum auðvitað komast í úrslitaleikinn, og lyfta Baltic Cup. Það er klárt mál,“ segir Jóhann. Góðan daginn / Good morning pic.twitter.com/0Y2vPnqg8t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2022 „Mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki“ „Ég er klár í að byrja tvo leiki en það er mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki. Ég er ennþá að byggja mig upp. Ég er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig. Ég er tilbúinn í að byrja tvo leiki og svo sjáum við hversu mikið af mínútum ég spila,“ segir Jóhann. Ljóst er að úrslit gætu ráðist í vítaspyrnukeppni á morgun og Jóhann kveðst að sjálfsögðu tilbúinn í að taka vítaspyrnu ef til þess kemur: „Ég verð klár en við verðum bara búnir að klára þetta fyrir það. Við nennum engu vítaspyrnurugli. Við ætlum bara að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á þessum hópi og að við gerum það.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Jóhann lék síðast landsleik gegn Þýskalandi í september í fyrra og bar þá fyrirliðabandið. Meiðsli og hætta á meiðslum hafa valdið því að hann hefur ekki spilað síðustu landsleiki, en í viðtali við 433.is fyrir rúmu ári síðan sagði hann jafnframt að óánægja með störf forystu KSÍ hefði einnig haft áhrif á þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér með landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson reyndi að telja honum hughvarf í fyrrahaust og fá hann aftur í landsliðið en þá var það án árangurs. Jóhann hefur hins vegar átt flott haust með Burnley sem er á toppi ensku B-deildarinnar og segir í viðtali við Facebook-síðu KSÍ að hann sé tilbúinn í að spila tvo landsleiki með þriggja daga millibili. Ísland mætir Litháen á morgun og spilar svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti á laugardaginn við Eistland eða Lettland, í Eystrasaltsbikarnum. Jóhann segir stefnuna setta á sigur í mótinu. „Það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið hálfleiðinlegir og það er alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað undir eins og hér í Baltic Cup. Við byrjum í undanúrslitum og viljum auðvitað komast í úrslitaleikinn, og lyfta Baltic Cup. Það er klárt mál,“ segir Jóhann. Góðan daginn / Good morning pic.twitter.com/0Y2vPnqg8t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2022 „Mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki“ „Ég er klár í að byrja tvo leiki en það er mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki. Ég er ennþá að byggja mig upp. Ég er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig. Ég er tilbúinn í að byrja tvo leiki og svo sjáum við hversu mikið af mínútum ég spila,“ segir Jóhann. Ljóst er að úrslit gætu ráðist í vítaspyrnukeppni á morgun og Jóhann kveðst að sjálfsögðu tilbúinn í að taka vítaspyrnu ef til þess kemur: „Ég verð klár en við verðum bara búnir að klára þetta fyrir það. Við nennum engu vítaspyrnurugli. Við ætlum bara að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á þessum hópi og að við gerum það.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira