Reiðir og sárir út í Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 09:30 Cristiano Ronaldo gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Getty/Matthew Ashton Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. Samkvæmt Sky Sports vissu vinnuveitendur Ronaldos hjá United ekki af viðtalinu fyrr en að liðið var að búa sig undir flug heim til Manchester eftir 2-1 sigurinn gegn Fulham í Lundúnum í gær. Klippur úr viðtalinu fóru þá að birtast en þar segist Ronaldo ekki bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að forráðamenn United hafi reynt að neyða hann í burtu frá félaginu og að umgjörðin hjá félaginu hafi ekkert þróast frá því að hann var síðast hjá félaginu fyrir rúmum áratug. Daily Mail segir að liðsfélagar Ronaldos séu „rosalega vonsviknir“ út í hinn 37 ára gamla Portúgala og að þeir telji hann hafa sýnt félaginu og stjóranum algjöra vanvirðingu. Bæði leikmenn og stjóri séu sárir en líka undrandi vegna þeirra orða sem Ronaldo hafi látið falla og vegna tímasetningar viðtalsins. Samkvæmt Sky Sports fékk Ronaldo að vita það síðastliðinn fimmtudag að hann yrði ekki i byrjunarliði United gegn Fulham, í síðasta leiknum fyrir HM-hléið, en að hann yrði í leikmannahópnum. Ronaldo mun svo hafa tjáð félaginu að hann væri veikur og gæti ekki ferðast með til Lundúna. Þess vegna hafi forráðamenn United verið enn gramari eftir að brotin úr viðtalinu fóru að birtast. Ronaldo fer núna á HM í Katar með Portúgal og næsti leikur United verður ekki fyrr en skömmu fyrir jól, gegn Burnley í deildabikarnum. Liðið spilar svo tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir áramót, áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Samkvæmt Sky Sports vissu vinnuveitendur Ronaldos hjá United ekki af viðtalinu fyrr en að liðið var að búa sig undir flug heim til Manchester eftir 2-1 sigurinn gegn Fulham í Lundúnum í gær. Klippur úr viðtalinu fóru þá að birtast en þar segist Ronaldo ekki bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að forráðamenn United hafi reynt að neyða hann í burtu frá félaginu og að umgjörðin hjá félaginu hafi ekkert þróast frá því að hann var síðast hjá félaginu fyrir rúmum áratug. Daily Mail segir að liðsfélagar Ronaldos séu „rosalega vonsviknir“ út í hinn 37 ára gamla Portúgala og að þeir telji hann hafa sýnt félaginu og stjóranum algjöra vanvirðingu. Bæði leikmenn og stjóri séu sárir en líka undrandi vegna þeirra orða sem Ronaldo hafi látið falla og vegna tímasetningar viðtalsins. Samkvæmt Sky Sports fékk Ronaldo að vita það síðastliðinn fimmtudag að hann yrði ekki i byrjunarliði United gegn Fulham, í síðasta leiknum fyrir HM-hléið, en að hann yrði í leikmannahópnum. Ronaldo mun svo hafa tjáð félaginu að hann væri veikur og gæti ekki ferðast með til Lundúna. Þess vegna hafi forráðamenn United verið enn gramari eftir að brotin úr viðtalinu fóru að birtast. Ronaldo fer núna á HM í Katar með Portúgal og næsti leikur United verður ekki fyrr en skömmu fyrir jól, gegn Burnley í deildabikarnum. Liðið spilar svo tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir áramót, áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar.
Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira