Enski boltinn

Milner að­eins sá fjórði í sögunni sem nær þessum á­fanga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
James Milner hefur leikið 832 deildarleiki á ferli sínum. Þar af 600 í ensku úrvalsdeildinni.
James Milner hefur leikið 832 deildarleiki á ferli sínum. Þar af 600 í ensku úrvalsdeildinni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

James Milner náði sögulegum áfanga í 3-1 sigri Liverpool á Southampton. Þessi 36 ára gamli fjölhæfi leikmaður varð þar með fjórði leikmaður sögunnar til að spila 600 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Milner hóf leik laugardagsins á varamannabekknum en kom inn þegar 22 mínútur voru til leiksloka. Staðan var þá þegar orðin 3-1 og sá hann til þess að Liverpool sigldi stigunum þremur heim.

Aðeins hafa þrír leikmenn leikið fleiri leiki í deildinni en Milner. Það eru þeir Gareth Barry [653 leikir], Ryan Gigs [632] og Frank Lampard [609] leikir.

Leikirnir 600 hafa komið fyrir fjögur mismunandi félög: Liverpool, Manchester City, Newcastle United og Leeds United.

Samningur Milner við Liverpool rennur út næsta sumar og talið er að hann gæti haldið á heimaslóðir í kjölfarið og lokið ferlinum þar sem allt hófst, með Leeds United á Elland Road.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×