Enski boltinn

Totten­ham kom til baka gegn Leeds | Bour­nemouth pakkaði E­ver­ton saman

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tottenham vann ótrúlegan sigur á Leeds United í dag.
Tottenham vann ótrúlegan sigur á Leeds United í dag. Tottenham Hotspur FC/Getty Images

Nú er sex af átta leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni lokið. Tottenham Hotspur kom til baka og vann Leeds United í miklum markaleik. Þá vann Bournemouth gríðarlega sannfærandi sigur á Everton.

Hinn ungi Crysencio Summerville heldur áfram að skora fyrir Leeds og kom hann gestunum yfir þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar. Stjarna Tottenham, Harry Kane, jafnaði metin um miðbik fyrri hálfleiks en Rodrigo sá til þess að Leeds var 2-1 yfir í hálfleik.

Ben Davies jafnaði metin snemma í síðari hálfleik en aftur var Rodrigo á ferðinni og Leeds leiddi 3-2 þegar fjórtán mínútur lifðu leiks. Nafni hans Bentancur jafnaði metin fyrir Tottenham skömmu síðar og tryggði heimamönnum svo hádramatískan sigur aðeins tveimur mínútum síðar. Lokatölur í Lundúnum 4-3 Tottenham í vil.

Bournemouth fór létt með Everton þökk sé mörkum Marcus Tavernier, Kieffer Moore og Jaidon Anthony.

Einnig vann Nottingham Forest mikilvægan 1-0 sigur á Crystal Palace og Leicester City vann West Ham United 2-0 í Lundúnum. James Maddison haltaði af velli fyrir Leicester í fyrri hálfleik. Gæti farið svo að hann fari ekki á HM í Katar eftir allt saman.


Tengdar fréttir

Maðurinn sem Sout­hgate skildi eftir sökkti Man City

Erling Braut Håland var í byrjunarliði Manchester City sem tók á móti Brentford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann stal þó ekki senunni heldur Ivan Toney, maðurinn sem Gareth Southgate ákvað að væri ekki nægilega góður til að taka með á HM í Katar. Toney skoraði bæði mörk Brentford í ótrúlegum 2-1 útisigri.

Liver­pool vann síðasta leikinn fyrir HM pásuna

Liverpool lagði Southampton 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Um er að ræða síðasta leik liðanna áður en deildin tekur sér pásu þangað til rétt fyrir jól vegna HM í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×