Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 13:39 Nicholas Rossi fyrir utan dómshús í Edinborg. AP/Jane Barlow Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Málið er allt hið undarlegasta en upphafið má rekja til október 2019 þegar maður að nafni Nicholas Rossi var lagður inn á Queen Elizabeth Háskólasjúkrahúsið í Glasgow vegna kórónuveirusýkingar. Hélt Rossi því staðfastlega fram að hann héti Arthur Knight. Kvaðst hann verða munaðarleysingi frá Írlandi og neitaði að hafa nokkurn tímann komið til Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Rossi var á þeim tíma eftirlýstur af Interpol í tengslum við kynferðisbrot gagnvart þremur mismunandi konum í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hann er einnig grunaður um að hafa framið fjölmörg önnur brot víðsvegar um Bandaríkin. Rossi hafði flúið frá Bandaríkjunum til að forðast saksóknir og reyndi að blekkja yfirvöld þar í landi til að halda að hann væri látinn. Gekk hann meðal annars svo langt að sviðsetja minningarathöfn um sjálfan sig. Þá tjáði hann bandarískum fjölmiðlum að hann væri með krabbamein á lokastigi og ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Í kjölfarið birtust fréttir í þarlendum miðlum nokkrum mánuðum síðar þar sem greint var frá „andlátinu.“ Á meðan Rossi lá inni á sjúkrahúsinu í Glasgow vöknuðu grunsemdir hjá starfsfólki vegna áberandi húðflúra á handleggjum hans, en þau komu heim og saman við útlitslýsingar á Rossi í skýrslum Interpol. Leiddi það til þess að Rossi var handtekinn á sjúkrahúsinu í desember 2019 vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin hafði verið út af yfirvöldum í Utah. Sjálfur hélt Rossi því fram að húðflúrin hefðu verið sett á hann á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu, í þeim tilgangi að koma á hann sök. Fyrr í vikunni úrskurðaði dómstóll í Edinborg að umræddur maður væri svo sannarlega Nicholas Rossi og var meðal annars stuðst við fingraför því til sönnunar. Sjálfur hélt Rossi því fram að búið væri að eiga við fingraförin. Framsalskrafa á hendur Rossi er nú í undirbúningi og mun dómstóll í Skotlandi þá ákvarða hvort Rossi verði sendur aftur til Bandaríkjanna. Erlend sakamál Skotland Bandaríkin Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Málið er allt hið undarlegasta en upphafið má rekja til október 2019 þegar maður að nafni Nicholas Rossi var lagður inn á Queen Elizabeth Háskólasjúkrahúsið í Glasgow vegna kórónuveirusýkingar. Hélt Rossi því staðfastlega fram að hann héti Arthur Knight. Kvaðst hann verða munaðarleysingi frá Írlandi og neitaði að hafa nokkurn tímann komið til Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Rossi var á þeim tíma eftirlýstur af Interpol í tengslum við kynferðisbrot gagnvart þremur mismunandi konum í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hann er einnig grunaður um að hafa framið fjölmörg önnur brot víðsvegar um Bandaríkin. Rossi hafði flúið frá Bandaríkjunum til að forðast saksóknir og reyndi að blekkja yfirvöld þar í landi til að halda að hann væri látinn. Gekk hann meðal annars svo langt að sviðsetja minningarathöfn um sjálfan sig. Þá tjáði hann bandarískum fjölmiðlum að hann væri með krabbamein á lokastigi og ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Í kjölfarið birtust fréttir í þarlendum miðlum nokkrum mánuðum síðar þar sem greint var frá „andlátinu.“ Á meðan Rossi lá inni á sjúkrahúsinu í Glasgow vöknuðu grunsemdir hjá starfsfólki vegna áberandi húðflúra á handleggjum hans, en þau komu heim og saman við útlitslýsingar á Rossi í skýrslum Interpol. Leiddi það til þess að Rossi var handtekinn á sjúkrahúsinu í desember 2019 vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin hafði verið út af yfirvöldum í Utah. Sjálfur hélt Rossi því fram að húðflúrin hefðu verið sett á hann á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu, í þeim tilgangi að koma á hann sök. Fyrr í vikunni úrskurðaði dómstóll í Edinborg að umræddur maður væri svo sannarlega Nicholas Rossi og var meðal annars stuðst við fingraför því til sönnunar. Sjálfur hélt Rossi því fram að búið væri að eiga við fingraförin. Framsalskrafa á hendur Rossi er nú í undirbúningi og mun dómstóll í Skotlandi þá ákvarða hvort Rossi verði sendur aftur til Bandaríkjanna.
Erlend sakamál Skotland Bandaríkin Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira