Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2022 07:45 Vísindamenn hafa um árabil sagt að mannkynið þurfi að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti ef það ætlar að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Hagsmunaverðir olíufyrirtækja eru fjölmennir á COP27-ráðstefnunni. Vísir/EPA Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. Séu tölurnar sem breska ríkisútvarpið BBC fékk frá félagasamtökunum Global Witness réttar eru fulltrúar olíu-, kola- og gasfyrirtækja fjölmennari en sendinefndar þeirra tíu ríkja sem verða fyrir mestum áhrifum af völdum loftslagsbreytinga samanlagt. Hagsmunaverðir iðnaðarins hafa alltaf sótt ráðstefnuna en í fyrra er áætlað að þeir hafi verið rétt um fimm hundruð talsins. Global Witness telur að þeir séu 636 í ár, þar á meðal um tvö hundruð í sendinefndum ríkja. Aðrir tilheyra hagsmunasamtökum, alþjóðastofnunum eða félagasamtökum. Af sendinefndum einstakra ríkja eru hagsmunaverðirnir fjölmennastir í föruneyti Sameinuðu arabísku furstadæmisins eða sjötíu talsins. Í rússnesku sendinefndinni eru taldir 33 fulltrúar hagsmunaaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði. „COP27 lítur út eins og kaupstefna jarðefnaeldsneytisiðnaðarins,“ hefur BBC eftir Rachel Rose Jackson frá samtökunum Corporate Accountabilty sem tók þátt í að birta tölurnar. „Þeir eru drifnir áfram af hagnaði og græðgi. Þeim er ekki alvara með loftslagsaðgerðum. Þeim hefur aldrei verið það og verða það aldrei,“ segir hún. Fjöldi hagsmunavarða iðnaðarins er þó aðeins dropi í hafið á ráðstefnunni. Áætlað er að um 35.000 manns sæki ráðstefnuna í ár. Einn hagsmunavarðanna á ráðstefnunni er Omar Farouk Ibrahim, forstjóri Samtaka afrískra olíuframleiðsluríkja. Hann segist reyna að hafa áhrif á samningamenn á ráðstefnunni til að reyna að afla stuðnings við olíu- og gasvinnslu í Afríku og vísar til þess að um 600 milljónir manna hafi ekki aðgang að rafmagni í álfunni. „Ef þú ert ekki við borðið þá verður þú á matseðlinum,“ segir Ibrahim. Í aðdraganda ráðstefnunnar í ár hefur sú hugmynd að leggja sérstakan hvalrekaskatt á methagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja átt auknum vinsældum að fagna. Slíkur skattur yrði notaður til þess að fjármagna aðstoð við þróunarríki vegna loftslagsvárinnar. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49 Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Séu tölurnar sem breska ríkisútvarpið BBC fékk frá félagasamtökunum Global Witness réttar eru fulltrúar olíu-, kola- og gasfyrirtækja fjölmennari en sendinefndar þeirra tíu ríkja sem verða fyrir mestum áhrifum af völdum loftslagsbreytinga samanlagt. Hagsmunaverðir iðnaðarins hafa alltaf sótt ráðstefnuna en í fyrra er áætlað að þeir hafi verið rétt um fimm hundruð talsins. Global Witness telur að þeir séu 636 í ár, þar á meðal um tvö hundruð í sendinefndum ríkja. Aðrir tilheyra hagsmunasamtökum, alþjóðastofnunum eða félagasamtökum. Af sendinefndum einstakra ríkja eru hagsmunaverðirnir fjölmennastir í föruneyti Sameinuðu arabísku furstadæmisins eða sjötíu talsins. Í rússnesku sendinefndinni eru taldir 33 fulltrúar hagsmunaaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði. „COP27 lítur út eins og kaupstefna jarðefnaeldsneytisiðnaðarins,“ hefur BBC eftir Rachel Rose Jackson frá samtökunum Corporate Accountabilty sem tók þátt í að birta tölurnar. „Þeir eru drifnir áfram af hagnaði og græðgi. Þeim er ekki alvara með loftslagsaðgerðum. Þeim hefur aldrei verið það og verða það aldrei,“ segir hún. Fjöldi hagsmunavarða iðnaðarins er þó aðeins dropi í hafið á ráðstefnunni. Áætlað er að um 35.000 manns sæki ráðstefnuna í ár. Einn hagsmunavarðanna á ráðstefnunni er Omar Farouk Ibrahim, forstjóri Samtaka afrískra olíuframleiðsluríkja. Hann segist reyna að hafa áhrif á samningamenn á ráðstefnunni til að reyna að afla stuðnings við olíu- og gasvinnslu í Afríku og vísar til þess að um 600 milljónir manna hafi ekki aðgang að rafmagni í álfunni. „Ef þú ert ekki við borðið þá verður þú á matseðlinum,“ segir Ibrahim. Í aðdraganda ráðstefnunnar í ár hefur sú hugmynd að leggja sérstakan hvalrekaskatt á methagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja átt auknum vinsældum að fagna. Slíkur skattur yrði notaður til þess að fjármagna aðstoð við þróunarríki vegna loftslagsvárinnar.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49 Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08