Þrjú ríki munu ráða úrslitum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 21:45 Atkvæði talin í Maricopa-sýslu í Arisóna. Þangað beinast nú augu allra sem eiga hagsmuna að gæta í kosningunum. AP Photo/Matt York Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar í gær. Enn er verið að telja atkvæði víða um Bandaríkin og endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Fjölmiðlar ytra telja þó ljóst að eins og staðan er núna haldi Demókratar á 48 sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru ýmist með 48 eða 49, en mismunandi er eftir fjölmiðlum hvort Alaska er talið óákveðið eða með Repúblikönum. Það gera 96-97 sæti en hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni. Það þýðir að staðan í þremur ríkjum, þar sem fjölmiðlar hafa ekki treyst sér að segja til um sigurvegara, muni ráða úrslitum um hvort Demókratar haldi meirihluta eða ekki. Demókrötum nægir að komast í fimmtíu þingmenn þar sem Kamala Harris, varaforseti, heldur á oddaatkvæði. Repúblikanar þurfa einnig tvo sæti til að ná 51 þingmanni og þar með meirihluta, ef gert ráð fyrir að Alaska falli þeim í skaut. Umrædd ríki eru Arisóna, Nevada og Georgía. Ljóst er að kosningin í Georgíu, þar sem sitjandi þingmaður Demókrata, Raphael Warnock, etur kappi gegn Repúblikanum Herschel Walker, mun fara í aðra úrslitaumferð, sem fer fram 6. desember næstkomandi. Örlagavaldurinn Georgía Samkvæmt kosningareglum ríkisins þarf frambjóðandi að ná meira en fimmtíu prósent fylgi til að ná kjöri, sem hvorugur frambjóðanda náði í þetta skiptið. Þetta er í annað sinn í röð sem Warnock fer í aðra umferð. Hann náði einmitt kjöri á þing fyrir tveimur árum í slíkri kosningu, sem varð til þess að Demókratar náðu meirihluta í öldungadeildinni. Aðrar kosningar í röð gæti öldungadeildarkosningin í Georgíu-ríki því reynst mikill örlagavaldur. Það fer þó alfarið eftir því hvernig niðurstöðurnar verða í Arisóna og Nevada. Nái annar hvor flokkurinn að sigra í báðum þessum ríkjum munu aukakosningarnar í Georgíu ekki skipta jafn miklu máli, þar sem báðir flokkar þurfa tvö sæti í viðbót. Donald Trump er sagður vera æfur yfir því að Mehmet Oz, lengst til vinstri hafi tapað fyrir Demókratanum John Fetterman í öldungadeildarkosningunum í Pennsylvanínu. Ron deSantis, annar til vinstri, var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída-ríkis í gær. Hann er talinn vera líklegasti mótframbjóðandi Trumps í forkosningum Repúbliakna fyrir forsetakosningarnar 2024.Samsett Ekki er víst hvenær niðurstöðurnar í Arisóna og Nevada liggi fyrir, þó ljóst er að það verður áður en aukakosningin fer fram í Georgíu þann 6. desember næstkomandi. Eins og staðan er núna í Nevada er Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana með 22 þúsund atkvæða forskot gegn sitjandi þingmanni Demókrata, Catherine Cortex Masto, þegar 77 prósent atkvæða hafa verið talin. Í kosningunum 2020 tók þrjá daga að telja níutíu prósent atkvæða, en flest atkvæða í Nevada eru svokölluð póstatkvæði. Í Arisóna hefur sitjandi þingmaður Demókrata, Mark Kelly, vinninginn sem stendur gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana. Þar hafa 66 prósent atkvæða verið talin. Um níutíu þúsund atkvæðum munar. Líkt og í Nevada eru flest atkvæði í ríkinu svokölluð póstatkvæði. Enn er líklegast að Repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni en ólíklegt er að sá meirihluti verði jafn stór og spár gerði ráð fyrir í aðdraganda kosninganna. New York Times segir að staðan núna sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar í gær. Enn er verið að telja atkvæði víða um Bandaríkin og endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Fjölmiðlar ytra telja þó ljóst að eins og staðan er núna haldi Demókratar á 48 sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru ýmist með 48 eða 49, en mismunandi er eftir fjölmiðlum hvort Alaska er talið óákveðið eða með Repúblikönum. Það gera 96-97 sæti en hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni. Það þýðir að staðan í þremur ríkjum, þar sem fjölmiðlar hafa ekki treyst sér að segja til um sigurvegara, muni ráða úrslitum um hvort Demókratar haldi meirihluta eða ekki. Demókrötum nægir að komast í fimmtíu þingmenn þar sem Kamala Harris, varaforseti, heldur á oddaatkvæði. Repúblikanar þurfa einnig tvo sæti til að ná 51 þingmanni og þar með meirihluta, ef gert ráð fyrir að Alaska falli þeim í skaut. Umrædd ríki eru Arisóna, Nevada og Georgía. Ljóst er að kosningin í Georgíu, þar sem sitjandi þingmaður Demókrata, Raphael Warnock, etur kappi gegn Repúblikanum Herschel Walker, mun fara í aðra úrslitaumferð, sem fer fram 6. desember næstkomandi. Örlagavaldurinn Georgía Samkvæmt kosningareglum ríkisins þarf frambjóðandi að ná meira en fimmtíu prósent fylgi til að ná kjöri, sem hvorugur frambjóðanda náði í þetta skiptið. Þetta er í annað sinn í röð sem Warnock fer í aðra umferð. Hann náði einmitt kjöri á þing fyrir tveimur árum í slíkri kosningu, sem varð til þess að Demókratar náðu meirihluta í öldungadeildinni. Aðrar kosningar í röð gæti öldungadeildarkosningin í Georgíu-ríki því reynst mikill örlagavaldur. Það fer þó alfarið eftir því hvernig niðurstöðurnar verða í Arisóna og Nevada. Nái annar hvor flokkurinn að sigra í báðum þessum ríkjum munu aukakosningarnar í Georgíu ekki skipta jafn miklu máli, þar sem báðir flokkar þurfa tvö sæti í viðbót. Donald Trump er sagður vera æfur yfir því að Mehmet Oz, lengst til vinstri hafi tapað fyrir Demókratanum John Fetterman í öldungadeildarkosningunum í Pennsylvanínu. Ron deSantis, annar til vinstri, var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída-ríkis í gær. Hann er talinn vera líklegasti mótframbjóðandi Trumps í forkosningum Repúbliakna fyrir forsetakosningarnar 2024.Samsett Ekki er víst hvenær niðurstöðurnar í Arisóna og Nevada liggi fyrir, þó ljóst er að það verður áður en aukakosningin fer fram í Georgíu þann 6. desember næstkomandi. Eins og staðan er núna í Nevada er Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana með 22 þúsund atkvæða forskot gegn sitjandi þingmanni Demókrata, Catherine Cortex Masto, þegar 77 prósent atkvæða hafa verið talin. Í kosningunum 2020 tók þrjá daga að telja níutíu prósent atkvæða, en flest atkvæða í Nevada eru svokölluð póstatkvæði. Í Arisóna hefur sitjandi þingmaður Demókrata, Mark Kelly, vinninginn sem stendur gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana. Þar hafa 66 prósent atkvæða verið talin. Um níutíu þúsund atkvæðum munar. Líkt og í Nevada eru flest atkvæði í ríkinu svokölluð póstatkvæði. Enn er líklegast að Repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni en ólíklegt er að sá meirihluti verði jafn stór og spár gerði ráð fyrir í aðdraganda kosninganna. New York Times segir að staðan núna sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira