Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:25 Penn og Selenskí skiptust á verðlaunum. AP Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum. Penn, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir bæði Mystic River og Milk, er sagður vinna að heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu og hefur áður heimsótt og fundað með Selenskí. „Þetta er bara táknrænn kjánalegur hlutur en ef hann er hér líður mér betur og nógu sterkur fyrir átökin,“ sagði Penn við Selenskí. „Komdu með hann til Malibu þegar þú vinnur, því mér líður miklu betur vitandi að partur af mér er hér.“ Selenskí þakkaði fyrir sig með því að veita Penn heiðursorðu, sem hann sagði reyndar ekki frá sér heldur frá Úkraínu. „Það eru þrír staðir þar sem stoltið mitt býr; staðurinn þar sem dóttir mín fæddist, staðurinn þar sem sonur minn fæddist og hér,“ sagði Penn þegar hann tók við verðlaununum. Leikarinn hafði áður hótað því að bræða verðlaunastytturnar ef Selenskí yrði ekki boðið að ávarpa Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Samkvæmt reglum akademíunnar er óheimilt að selja eða losa sig við verðlaunagripina. Penn og kollegi hans Ben Stiller eru meðal þeirra sem settir hafa verið á bannlista í Rússlandi, vegna heimsókna sinna til Úkraínu og yfirlýsts stuðnings við úkraínsku þjóðina. Þess ber að geta að Selenskí var sjálfur leikari áður en hann var kjörinn forseti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hollywood Óskarsverðlaunin Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Penn, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir bæði Mystic River og Milk, er sagður vinna að heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu og hefur áður heimsótt og fundað með Selenskí. „Þetta er bara táknrænn kjánalegur hlutur en ef hann er hér líður mér betur og nógu sterkur fyrir átökin,“ sagði Penn við Selenskí. „Komdu með hann til Malibu þegar þú vinnur, því mér líður miklu betur vitandi að partur af mér er hér.“ Selenskí þakkaði fyrir sig með því að veita Penn heiðursorðu, sem hann sagði reyndar ekki frá sér heldur frá Úkraínu. „Það eru þrír staðir þar sem stoltið mitt býr; staðurinn þar sem dóttir mín fæddist, staðurinn þar sem sonur minn fæddist og hér,“ sagði Penn þegar hann tók við verðlaununum. Leikarinn hafði áður hótað því að bræða verðlaunastytturnar ef Selenskí yrði ekki boðið að ávarpa Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Samkvæmt reglum akademíunnar er óheimilt að selja eða losa sig við verðlaunagripina. Penn og kollegi hans Ben Stiller eru meðal þeirra sem settir hafa verið á bannlista í Rússlandi, vegna heimsókna sinna til Úkraínu og yfirlýsts stuðnings við úkraínsku þjóðina. Þess ber að geta að Selenskí var sjálfur leikari áður en hann var kjörinn forseti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hollywood Óskarsverðlaunin Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira